VG tekur púlsinn á gefnum loforðum Samfylkingarinar

Hann Steingrímur J og það ágætis fólk sem er í Vistri Grænum sýnir hvernig Samfylkingin hefur ekki efnt neitt af þeim loforðum sem þau sögðust efla. Blekkingar og svik eru daglegt brauð innann veggja Alþingis og löngu kominn tími á að ríkisstjórnin sæti ábyrgð af íslensku þjóðinni.  Einnig má glögglega sjá að þegar S fengu völd þá taka þau þátt í yfirhylmingunni/skuggastjórnvöldum. Allar þessar stórframkvæmdir sem kosta tugi ef ekki hundruði milljarða króna sem við borgum fyrir eru í nafna fárra en undir yfirskriftinni að Það sé verið að "bjarga" landsbyggðinni. Ál er í dag vinsælasta málmtegundin í hernaði og vopnaframleiðslu vegna þess hve létt það er og ókvarfgjarnt. Einnig höfum við ekki hugmynd um hvaða áhrif stórar stíflur og ný risa-stöðuvötn hafa á jarðskorpuna en þau 2 lönd sem hafa nýlega byggt risa stíflur og stöðuvötn eru einmitt Kína og Ísland. Ætli þessir stóru jarðskjálftar sem urðu í sömu vikunni séu einhvernveginn tengdir?
mbl.is VG skora á ríkisstjórnina að segja þjóðinni satt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla


fólk hugsar ekki, það er vandamálið, svo skella áföllin yfir og þá er staðið og gapað. Alþingi Íslendinga er því miður mesta sauðasamkunda sem til er (fyrir utan önnur þing heimsins )

halkatla, 27.6.2008 kl. 17:15

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég er nú svo gamall að ég man þá tíð þegar formaður VG var ráðherra og hans gamli flokkur í stjórn. Þá var ástandið ekkert betra en nú, skattar hærri, fólksflótti úr landi og allt í klessu, atvinnuleysi meira en nú og almenn leiðindi í alla staði.

Það má margt setja út á stjórnina í dag, en Steingrímur hefur engin efni á að gera það að mínu mati. Hann hefði ekki gert betur.

Ingvar Valgeirsson, 27.6.2008 kl. 17:24

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Við hér á Íslandi erum því miður mjög bláeygð í umhverfis- og viðskiptamálum. "Þetta reddast", "Það kemur ekki fyrir hér hjá okkur" eru mjög algengar setningar. Það vantar hjá flestum að fylgjast með hvað er að gerast í mikilvægum málaflokkum, bæði erlendis og hérlendis.

Úrsúla Jünemann, 27.6.2008 kl. 22:24

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég er svo langt í burtu til að vera inni í þessum málum, hef nóg með að fylgjast með dönsku pólitíkalífi, og það er litríkt !!!

Kærleikur til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 11:37

5 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Já þeir eru klárlega nokkrir sem kusu samfylkinguna síðast sem dettur ekki í hug að gera það aftur næst..

Sorglegt! 

Gunnhildur Ólafsdóttir, 29.6.2008 kl. 19:50

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þótt ég sé ekki Samfylkingarkona þá gæti ég vel unnt félögum í flokknum þess að ráðherrarnir stæðu við orð sín. En því miður, þannig er það ekki ...

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 29.6.2008 kl. 20:58

7 Smámynd: arnar valgeirsson

málið er að þegar var verið að mynda stjórn síðast, sagði ég einmitt að það væri í lagi að vg og sjálfstæðismenn ynnu saman því þó það séu tveir pólar, þá allavega vita þau hvar þau hafa hvort annað. sem er ágætt í pólítik.

maður veit því miður aldrei hvar samfylkingin er og gerir. og ekki batnar það maður.

og ingvar. síðast þegar steingrímur var í stjórn tók hann ekki við efnilegu búi. sem hann gerir ekki heldur næst, sem verður von bráðar.....

arnar valgeirsson, 29.6.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband