Rio Tinto hafa rústað mörgum lífum fyrir gróða

Coconut Revolution (Bougainville: Our Island, Our Fight) - 41 min - Oct 13, 2007
This is an incredible modern-day story of a native peoples' victory over Western globalization. Sick of seeing their environment ruined..

mbl.is Álverið í Straumsvík starfar undir merkjum Rio Tinto Alcan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Alveg mögnuð mynd - hvet sem flesta til að sjá hana.

Birgitta Jónsdóttir, 20.4.2008 kl. 08:16

2 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Uppúr 1960 hóf Rio Tinto rekstur koparnámu eftir að hafa gert samning við stjórnvöld.  Fyrirtækið samþykkir ekki kröfur sem heimamenn gera um bætur fyrir landið sem fór í námuvinnsluna.  Þá vinna heimamenn skemmdarverk sem verða til þess að náman lokar og Rio Tinto fer.  Það er árið 1988.  Síðan hafa verið róstur og skæruhernaður á svæðinu og allt á að vera Rio Tinto að kenna? 

 Hvað næst Volks Wagen eða Bens sem fluttu heri nasista fram og aftur um Evrópu? 

Tryggvi L. Skjaldarson, 20.4.2008 kl. 23:48

3 identicon

Ríó Tintó hljómar svo suðrænt og gæludýrslega, en að baki er "versta samsteypa heims" eins og það var kallað á þingi breta. 

Það er gaman að allskyns netþjónabú vilji nú koma  til íslands, ég legg til að það verði íhugað að hrekja rio tinto frá íslandi með endurskoðun samninga og nýjum lagasetningum, sem annan kost heldur en virkja neðri hluta þjórsár, eins og auðhringjakórinn vill gera.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 08:58

4 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Svona varasöm fyrirtæki ættu ekki að fá leyfi til starfsemi hér á landi. Höfum þetta líka í huga í sambandi við olíuhreinsistöð á Vestfjörðunum.

Úrsúla Jünemann, 21.4.2008 kl. 11:54

5 Smámynd: Fríða Eyland

 Mögnuð mynd eins Birgitta skrifar, takk fyrir ábendinguna Alfreð.

Investors in Rio Tinto and BP face protests - Oil company accused of plundering Iraq's reserves

Mining firm blamed for pollution in West Papua

Terry Macalister, The Guardian

17th April 2008

Rio Tinto-Risakolkrabbi með langa slóð... Ég er sammála Gullvagninum um að hrekja það frá Eylandinu áður en þeir ná eyðileggja okkar fagra land.
Ég var að horfa á mynd um Kínaásókn í góðmálma námuvinnslu í Kongó, þar hyggjast þeir ná í kóbalt og kopar. Þetta var á BBC W, þulurinn Breti ræddi við hagfræðinga um samkomulagið, þeir voru ekki lengi að sjá að Kongó gæti aðeins tapað. Var þar aðeins verið að hugsa um peninga, ekki einu orði minnst á landeyðingu og tíman sem það tekur að gróa heilt.

Gleðilegt Sumar 

Fríða Eyland, 24.4.2008 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband