Brot á stjórnarskrá Íslands

Hann Skúli Skúlason á sama rétt og við hin að tjá sínar skoðanir opinberlega þó að hann hafi sérstakt sjónarhorn á trúmálum sem t.d. ég andmælti á blogginu hans.  Ég viðurkenni það að hann hafi verið nokkuð súr gagnvart Íslam en það gefur samt ekki MBL þann rétt að taka bloggið hans af netinu. Þessi lögfræðingur ætti að skrifa grein um hvaða skrif hafi haft svo mikil áhrif að það hefði þurft að taka hann Skúla út. Ég tel að meiri og víðari umræða um ákveðin ágreiningsefni sé af hinu góða enda víðara samhengi sem skapast.  Takið líka eftir því að þó við státum okkur af trúfrelsi, jafnrétti og málfrelsi þá eru lögfræðingarnir/fyrirtækin með aðra skoðun á þeim málum sem yfirleitt falla stóru fjölmiðlunum og skuggastjórnvöldum í hag.

 

Hann mofi.blog.is er með mjög ítarlega umfjöllun á skrifum lögfræðingsins:

http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/515242/


mbl.is Óánægja með lokun umdeilds bloggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Á þessu máli eru margar hliðar þegar betur er að gætt. Ljóst er að ekki megi hvetja til lögbrota eða egna einhvern til slíks. Við verðum ætíð að gæta hófs og að við erum ábyrg fyrir gerðum okkar. Enginn getur skotið sér undan slíkri ábyrgð því hvort sem menn telja sig kristna, múslima eða trúleysingja. Og síst af öllu eiga menn að skýla sér á bak við trúarbrögð með einhverjum vafasömum fullyrðingum. Þær komu mönnum yfirleitt alltaf í koll.

Vinsamlegast

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 22.4.2008 kl. 11:29

2 identicon

Ágætu bloggarar

Ég mun nú setja upp margar spegilsíður af hrydjuverk.blog.is.  Sú fyrsta  er langt komin í uppsetningu og heitir  http://hermdarverk.blogcentral.is

Verið velkomin öll.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband