Er þetta í Jesú nafni ?

Hmm.. Það er alveg á hreinu að löggjavavaldið vill að við vitum hver ræður hér. Ég vitna hérna í alla fréttina :
,,Allt skemmtanahald er bannað frá kl. 18:00 á aðfangadag á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt er allt skemmtanahald bannað á jóladag. Á annan í jólum er skemmtanahald leyft frá kl. 6 til klukkan 3, aðfararnótt 27. desember. Á nýársdag er skemmtanahald leyft til kl. 03:00 aðfaranótt 2. janúar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu."
Það er á hreinu að það verður mikil skemtun utan leyfilegs skemtannatíma, ætlar löggan þá að handtaka það fólk? Og svo er spurningin um hvort þetta sé nú gert í kærleika, en jú við erum að halda upp á afmælið hans Jésú yfir þessa hátíð sjáfan kærleikskonunginn, sem var eingetinn sonur Guðs skv. Biblíunni. Hvað heldur fólk að það ávinni með bönnum? Jú hvetur fólk til þess að virða þau bönn að vettugi þá sérstaklega í ljósi þess að það er ekki glæpsamlegt athæfi að skemta sér utan staðlaða ríkisskemtunartímann. Atferli sem meiðir engann né skaðar engann nema hugsanlega þann sem framkvæmir athæfið þá er það ekki glæpsamlegt, kanski heimskt en ekki glæpsamlegt athæfi.
Mér til málsbótar þá byð ég ykkur um að kíkja á heimasíðu LEAP, Law Enforcement Against Prohibition



Hann bloggfélagi minn Hr. Skorrdal hefur verið mjög aktívur upp á síðkastið og endilega kíkið á bloggið hans: http://skorrdal.blog.is/blog/skorrdal/
mbl.is Skemmtanahald óheimilt á jóladag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Þessi reglugerð er ~ barn síns tíma ~, en núna er allt að breytast mjög hratt. Hvernig það verður síðan er í okkar höndum.

Vilborg Eggertsdóttir, 17.12.2007 kl. 15:46

2 Smámynd: Alfreð Símonarson

Er það Þjóðkirkjan sem er að setja þessi lög?? Ég hélt nú ekki, það er lögreglan sem setur þessi lög kanski af tilskipan Þjóðkirkjunar, ég veit ekki hvort það sé.  Öll boð og bönn, þá sérstaklega fíkniefnalöggjöfin tekur valdið úr höndum almenna borgara og setur það í hendur stóru fíkniefnasmigglaranna. Ef þú hefur kynnt þér sögu CIA, Scull 'n Bones, Ópíumstríðs Breta gegn Kínverjum og svona má lengi telja þá kemur upp að þeir sömu og skrifuðu löggjöfina eru þeir sem græða mest á svartamarkaðsdópsölu. Ef löggjöfin væri eins og fyrir 1913 þá væri ríkið með yfirsjón á þessu og ekki svartamarkaðurinn. Börn eiga auðveldara með að redda sér sterkum fíkniefnum en að kaupa sígarettur eða áfengi í dag sem má rekja beint til núverandi löggjafar!!!!

Alfreð Símonarson, 17.12.2007 kl. 16:16

3 identicon

Rakst hérna inn fínn lestur. Það á engin kirkja eða nein trúarbragðastofnun að hafa ríkisvald. Hvað er hægt að telja upp mörg slæm dæmi um það ?

stebbi (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 17:32

4 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

Er ekki í lagi að slaka á í djamminu yrir hátíðarnar? Þetta er tíminn til að vera með fjölskyldu og vinum í ró og næði, lesa bækur og hafa það huggulegt. Skemmta sér um áramót??????

Steinunn Þórisdóttir, 17.12.2007 kl. 18:09

5 identicon

Það er eins gott að jólabækurnar verði ekki of skemmtilegar, eða löggimann kemur og bankar uppá hjá þér.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 18:35

6 Smámynd: Ransu

Spurning hvort þetta hangi ekki í dag til að passa að fólk fái frí yfir hátíðirnar (þá líka fólk sem starfar á skemmtistöðum) og kannski um leið að passa að fjölskyldur sundrist ekki á þessum dögum í djamm og djús. 

Finnst þetta bara hið besta mál, ekkert að því að "neyða" fólk til að hvíla sig heimavið, eiga góða helgidaga með fjölskyldunni,  þótt það eiga auðvitað ekki allir frí yfir hátíðirnar.  Ýmiss umönnunarstörf, heilsugæslustörf, löggjafastörf o.s.frv. þurfa t.d. á starfskrafti að halda. Held þó að slíkri vaktavinnu sé haldi í lámarki.

Gleðilega hátíð!

Ransu, 17.12.2007 kl. 22:01

7 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Það sem mér finnst nú lykilatriði í þessu er hvernig "skemmtanahald" er skilgreint!

Ef það er samkoma fólks þá er þetta vissulega full langt gengið (eins og mér finnst þú gefa í skyn í þessu bloggi að það þýði) en ef þetta þýðir það sem ég held að þetta sé, og þá er aðeins átt við opnun skemmtistaða þá finnst mér það bara fínasta mál að fólk sé óbeint hvatt af ríkisvaldinu til þess að taka sér pásu frá djammi og sinna jafnvel fjölskyldu.

Það er engin sem mun skaðast eða tapa frelsi sínu að einhverju hættulegu marki við það að geta ekki farið á skemmtistað um Jólin.

Tryggvi Hjaltason, 17.12.2007 kl. 22:18

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þarna er einungis átt við að skemmtistaðir megi ekki vera opnir og mér finnst það bara allt í góðu lagi. Þar vinnur t.d. fólk sem vill líka hafa jólafrí !

Jónína Dúadóttir, 18.12.2007 kl. 07:27

9 Smámynd: Alfreð Símonarson

Já, ég hef ekkert á móti því að starfsfólk skemmtistaða fái frí og er eflaust verið að píska blessuðu barþjónum okkar yfir hátíðinar.  Samt finst mér setningin Allt skemmtanahald vera nokkuð loðin og gefa meira til kynna en skemmtistaði. Yfirleitt hefur maður heyrt um opnun skemmtistaða í svona fréttum.  Ég vill líka benda ykkur á að flest okkar skilja þetta sem opnunartíma skemmtistaða þegar við lesum fréttina en svona erum við búin að skorða skilning okkar við kunnulega hluti. En ef það kæmi upp dómsmál vegna þessara viðulaga á öðru skemtannahaldi en á skemtistað þá geta þeir sagt: Við sögðum Allt skemmtannahald.

Bara svo að við höfum eitt á hreynu þá á ég ekki eftir að fara í bæinn fyrr en á gamlárskvöld og styð ég verkalýðsbaráttuna og réttindi starfsfólksins.

Takk fyrir umræðuna, gleðileg Jól og farsælt komandi ár Alli

Alfreð Símonarson, 18.12.2007 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband