7.11.2007 | 15:30
Roger from Ohio er mikill snillingur og er hann með nokkur fræðslumyndbönd um háspennuspólur (Tesla coils) og fleirra. Hann útskírir hlutina mjög vel
Hann Roger frá Óhæjó Bandaríkjunum er mikill snillingur og ef þú hefur áhuga á rafmagnsfræði auk hættulegra háspennutilrauna þá er þessi maður einn sá besti og útskírir hann allt til mergjar, mikill kennari.
Hlekkur á rásina hans hjá youtube.com
Nýtt myndband frá honum
Hérna er hann búinn að smíða avöru rafmagns gítar frá grunni til að útskíra virknina, hann er svo mikill snillingur!!
Ég er víst nörd og megið þið búast við nördalegu efni hér til frambúðar ;)
Hlekkur á rásina hans hjá youtube.com
Nýtt myndband frá honum
Hérna er hann búinn að smíða avöru rafmagns gítar frá grunni til að útskíra virknina, hann er svo mikill snillingur!!
Ég er víst nörd og megið þið búast við nördalegu efni hér til frambúðar ;)
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:40 | Facebook
Athugasemdir
já þetta er nördað, en áfram með það.
sofðu rótt í nótt.
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.11.2007 kl. 23:08
Hehehe...þessi gaur er alveg magnaður!
Róbert Björnsson, 8.11.2007 kl. 05:30
Þessi gaur er nokkuð magnaður. En mér sýnist hann hafi fengið nokkrum sinnum hressilegt stuð af þessum heimilistækjum.
Sjálfur var ég að hugsa um að smíða svona háspennugræju og nota það sem þjófavörn. Eftir að ég lenti í innbroti þá óskaði ég þess helst að breyta þjófunum í öskuhrúgu með hressilegu stuði.
En ég hætti við þegar ég komst að því að ef innbrotsþjófurinn mundi lifa stuðið af þá gæti hann kært mig fyrir fyrir morðtilraun.
Magnús Bergsson, 8.11.2007 kl. 13:06
Já Magnús minn, maður grunar að hann hafi fengið all ærlegt sjokk á sinni lífsleið. Allavega á hann við einhvern taugasjúkdóm að berjast en hann lísir bara svo vel kompónentunum og hvað hvert og eitt er að gera, eitthvað sem margir kennarar hafa ekki náð að mastera.
Það er hægt að fá svona þjófavörn fyrir bílinn sem gefur háspennusjokk, sem inniheldur ekki mikinn straum. Svo meiga löggurnar okkar stuða okkur með nýu rafbyssunum sínum, sem er búið að sýna fram á að fólk getur fengið hjartaáfall, taugaveiki eða hjartatruflanir eftir að vera stuðuð með þeim.
Alltaf gaman að fá comment, kv. Alli
Alfreð Símonarson, 8.11.2007 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.