Er Blaðamannafelag Íslands ekki að standa undir nafni??

Ok, þeir segja Kastljós tilheyri ekki undur BÍ, en Kastljós er álitinn fréttaþáttur af almenningi og er einmitt sýndur strax eftir fréttir.  Svo er það þetta :

" Vísar nefndin til þess, að fréttastofa Sjónvarps teldi sig hafa traustar heimildir fyrir þeirri fullyrðingu, að sumir mótmælendur fengju greitt fyrir að vera handtekin af lögreglu. Siðanefnd hafi ekki forsendur til að meta trúverðugleika heimilda Ríkissjónvarpsins enda hafi ekki verið lögð fram frekari gögn um efnið. Þar standi orð gegn orði. "

-  Eitthvað er nú bogið við þetta, engin gögn?? Samt fullyrða þeir að það sé grunnur á bak við ásakanir fréttamanna! Þetta eru hrein hræsni að mínu mati!

 

Svo er það endirinn á þessari frétt :

"Þá segist siðanefnd telja mikilvægt, að talsmanni Saving Iceland hafi verið gefinn kostur á að greina frá sjónarmiðum sínum strax og fullyrðingin var sett fram og leiðrétta það sem hann taldi rangfærslur fréttatstofunnar. Sjónarmið samtakanna hafi verið ítrekuð með viðtali síðar sama kvöld. Þá hafi kröfu um leiðréttingu einnig verið komið á framfæri í fréttatíma tveimur dögum síðar. Að mati siðanefndar hafi sjónarmið samtakanna því komið nægilega vel fram í umfjöllun fréttastofunnar."

  - Hvers konar vinnubrögð eru þetta?? Siðanefnd BÍ þarf á verulegri óháðri endurskoðun að halda en þeir vilja ekki svara fyrir um hvað alvaran í málinu er: Fólk var rógborið ásökun um spillingu án nokkurrar vitneskju né sannanna fyrir þær sakir!


mbl.is Sjónvarpið braut ekki siðareglur í umfjöllun um mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þetta er rétt hjá þér Alli. Mér finnst þessi siðanefnd reyndar hvort sem er ekki uppá marga fiska. Kastljósið og fréttastofa rúv féllu í áliti hjá mörgum eftir þessa "frétt" sem myndi flokkast undir rógburð og bull hjá flestum. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 6.11.2007 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband