Áhöfn herskipsins Global Patriot er sko með allt á hreinu

Ég vitna hérna í fréttina :

"Herskipið, Global Patriot, var á leið frá Rauðahafi til Miðjarðarhafs þegar hópur egypskra farandsala, sem vildi selja smáhluti, nálgaðist það á litlum flekum. Bandaríkjamennirnir skipuðu mönnunum á flekunum að stöðva og hófu skothríð þegar skipununum var ekki hlítt. "

Þá spyr ég : Skutu þeir mennina á eftir aðvörunarskot eða kannski fannst hermanninum það svo fyndið að skjóta þessa flekahunda án þess að vara þá með aðvörunarskoti? Þetta minnir mig á  myndbrotið þegar bandarískur hermaður er að öskra skipanir á ensku á íraska krakka, eða þegar Bush sagðist votta samúð sína þegar fallnir hermenn þeirra náðu 4.000 markinu en það eru einungis skráðir hermenn og fallnir verktakar ótaldir. Svo styttist óðum í það að fallnir Írakar nái 4.000.000 en jú dömur mínar og herrar þetta er líka fólk með fjölskyldur en ekki önnur dýrategund eins og flestir hermenn halda. 


mbl.is Skutu á farandsala í Súesskurðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er miðill og ég skynja það að þér líki illa við Bandaríkin...

Már (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 03:52

2 Smámynd: Alfreð Símonarson

Það þarf nú ekki miðil til að sjá að ég er á móti stjórnvöldum í USA en það er ekki það sama og allt landið USA, ég held að fólkið er 98% ágætis fólk og hef ég ekkert á móti þeim. Aftur á móti eru stjórnvöld þar algjörlega getulaus þegar það þarf að rannsaka valdníðslu skuggastjórnvaldanna og heldur Bush stjórnin með bloðpeningunum en ekki fólkinu. En síðan má færa þetta yfir á öll önnur stjórnvöld en ríkisstjórnin okkar vinnur eins mikið fyrir bandaríkjaher og Bushstjórnin, ál er víst mjög mikið notað í hernaði og svo má einnig mynnast á orkuiðnaðinn sem jú er mestmegnis ætlaður hernaði í dag. Már minn, ég er enginn miðill en ég get sagt það með vissu að íslenskt ál hefur tætt í sundur börn af völdum bandaríkjahers. Hvað segir þú um það?

Kær kveðja Alli

Alfreð Símonarson, 25.3.2008 kl. 12:36

3 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Þeir ætluðu að pranga inn á þá lélegum teppum.  Svona hendir...

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 25.3.2008 kl. 23:53

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dýrategund.... ja hérna.....

Jónína Dúadóttir, 26.3.2008 kl. 05:03

5 identicon

Fólk er sinnulaust um þetta hrikalega óréttlæti, vill bara axla vélbyssur og brynjur og fara að skjóta sjálft í Írak og Íran... allavega, getur gert grín að þessu aumingja fólki sem er að reyna að selja eitthvað drasl sér til viðurværis..

..en svo er það að gefa peninga í hjálparstarf og finnst það svaka göfugt án þess að spá í að peningarnir eru oft illa notaðir, t.d. til að kaupa bóluefni sem veikja þetta fólk, eða jafnvel þó peningarnir hjálpi einhverjum fáum, þá hindrar svona plástra starfsemi alla alvöru hjálp til fátækra þjóða.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 10:44

6 Smámynd: Agný

Ef að maður vill hjálpa einhverjum þá verður maður að veita hjálpina í því sem viðkomandi þarfnast..á þeirra forsendum en ekki manns eigin...ekki í því sem ég eða x stjórnvöld ákveða fyrir tiltekinn aðila/þjóð...Hvað gagnar það viðkomadi ef ég býðst til að ryksuga gólfið fyrir hann ef að það vantar að þvo gólfið.... ég myndi allavega afþakka þá hjálp en þá á maður að vísu á hættu að vera sagður vanþakklátur og að viðkomandi muni aldrei bjóðast til að hjálpa mér því ég vildi jú ekki þiggja hjálpina...

Þetta er að vísu kanski ekki alveg í sambandi við innleggið...

En inn á það aftur..

Er ekki ástæðan fyrir svona framkomu/framkvæmdum/aðgerðum sú að hugsunin hjá svo mörgum er þannig að ég skýt fyrst svo ég verði ekki skotinn....

Allt gert til að ala á illindum og úlfúð... Það er því miður búið að ná að heilaþvo ansi marga í sambandi við terrorisma"Grýluna"... 

EN ÞAÐ ER SKO STÓR MUNUR Í HUGUM SUMRA HVAÐ ER HRYÐJUVERK EFTIR ÞVÍ HVAÐA ÞJÓÐ VIÐKOMANDI TILHEYRIR SEM ÓDÆÐIÐ FREMUR.....

EF AÐ ARABAR FREMJA EINHVER VOÐAVERK ÞÁ ERU ÞEIR SKO HRYÐJUVERKAMENN EN EF AÐ KANINN FREMUR EITTHVAÐ ÓDÆÐISVERK ...ÞÁ ERU ÞEIR SKO EINUNGIS AÐ BOÐA LYÐRÆÐI!

HVAÐ MEÐ ÞÓ AÐ ÞAÐ SÉ MEÐ VOPNAVALDI...ÞEIR ERU JÚ "RÉTTA ÞJÓÐIN"

Agný, 27.3.2008 kl. 03:13

7 Smámynd: Alfreð Símonarson

Skúli : Vá, hvernig tengist þessi athugasemd færslunni minni? Hefur þér ekki dottið í hug að þessi Egypti hafi kanski ekki verið múslimi, jafnvel verið kristinn?  Fordómar eru ekki af hinu góða, eginlega eru fordómar bullandi heimska enda er verið að dæma eitthvað fyrirfram eins og þú ert hérna að vitna í kóraninn (að ég held en ég hef ekki lesið hann) en einungis til að skíta út múslima.  Ég veit að það eru til vondir múslimar en þeir eru kanski einungis 1% af þeim trúarflokki svona alveg eins og með alla aðra trúarflokka þá ertu með 1% virkilega vont fólk sem vill öðrum íllt en hin 99% fólksins kemur fram við aðra eins og það vill að aðrir komi fram við þau en það er grundvöllurinn á góðum samskiptum.  Skúli minn, þú átt rétt á að kalla mig fordómafullann en ég er einmitt að íja að því að mér þikir þú frekar mikill fordómaseggur.  Svo er það málið að ef þú virkilega trúir því sem þú skrifar þykir þér þessar vitnanir í kóraninn réttlæta morðið sem ég er að blogga um? Mundu að það er ekkert ofar sannleikanum nema kanski kærleikurinn og mig hlakkar til að sjá svarið þitt

Takk fyrir innlitin Agný, Gullvagn, Jónína og Bragi og kær kveðja Alli 

Alfreð Símonarson, 27.3.2008 kl. 13:40

8 Smámynd: SeeingRed

Skúli er við sama heygarðshornið og áður og virðist pikkfastur í múslimahræðslu sinni.

SeeingRed, 27.3.2008 kl. 14:59

9 Smámynd: Sæll

Skúli hvernig nennir þú skrifa svona mikið neikvætt um kóranin og múslima?

Færðu borgað?

Eru þetta virkilega þínar skoðanir?

Mjög líklegt að þú fáir greitt fyrir áróður þinn að mínu mati, það er vitað mál að menn fá greitt fyrir vinnu eins og þína.

Samkvæmt nýlegri könnun á CNN trúa 85% bandaríkjamanna að yfirvöld hafi átt þátt í 911, með þá staðreynd í huga má segja að hryðjuverka ógnin sé tilbúningur frá upphafi til enda, því ert þú og þínar skoðanir ekkert annað en tilbúningur, spurningin er ert þú svona misleiddur eða færðu greitt.

Einföld staðreynd sem verður svarað með þvættingi lygum hryðjuverkabulli og heimskulegum athugasemdum við mína persónu.

Kv Andri.

Sæll , 27.3.2008 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband