Götupartíið 14. feb 2009 , útskýringar og áheyrslur á videóið sem var tekið af ólögmætri handtöku



Er ekki orðið löngu tímabært að það verður tekin ítarleg úttekt á þeirri innri endurskoðun sem löggan veitir sér sjálfri? Verður eitthvað gert út frá þessum sönnunargögnum?? Hvað ef þetta hefði ekki verið tekið upp??!??!? Endilega látið ljós ykkar skýna í athugasemdum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Í nafni Nýja Íslands
Við lifum á tímum þar sem talið er ámælisvert að halda ró sinni. Það eru æsingamennirnir sem fá sínar fimmtán mínútur af frægð og njóta þeirra til ful...


Við lifum á tímum þar sem talið er ámælisvert að halda ró sinni. Það eru æsingamennirnir sem fá sínar fimmtán mínútur af frægð og njóta þeirra til fullnustu.
Við höfum flest alist upp við að það sé lítt geðslegt að missa stjórn á sér og afmyndast af bræði en síðustu vikur og mánuði hefur þótt verulega smart að froðufella af bræði og hafa hátt í nafni hins Nýja Íslands. Og þeim sem þannig láta finnst ekkert verra að sjónvarpsstöðvarnar eru yfirleitt ekki langt undan og mynda samviskusamlega.
Það hefur verið svotil daglegur viðburður að tekin séu viðtöl við æsta einstaklinga í mótmælastellingum sem í tali sínu ösla í svívirðingum um aðra og láta um leið eins og þeir séu réttkjörnir fulltrúar þjóðarinnar og tali í hennar nafni. Þeir tala bara alls ekki í nafni þjóðarinnar eins og öllum öðrum en þeim sjálfum er ljóst. Og hverjum er svosem ekki sama þótt þessir menn hangi við Seðlabankann eða aðrar stofnanir dag eftir dag?
Það má deila um hvort það er skondið eða sorglegt að þeir sem tala um þörf á nýju og betra Íslandi skuli bera ákaflega litla virðingu fyrir einstaklingum. Það er í alveg sérstöku uppáhaldi hjá ákveðnum hópi manna að svívirða Davíð Oddsson og tala um hann eins og hann hafi bæði horn og hala. Viðbjóðurinn sem vellur upp úr ákveðnum hópi manna þegar Davíð á í hlut er þannig að siðuðu fólki hlýtur að ofbjóða. Það er til nokkuð sem heitir almenn kurteisi og kurteisisvenjur en þessi hópur virðist ekki þekkja til þeirra. Um leið og manni er það ljóst fer maður að efast stórlega um dómgreind hópsins.
Svo er fjöldi aukapersóna sem þessi fámenni hópur kann engin raunveruleg skil á en þykir afar þægilegt að kenna um hvernig fór fyrir þjóðinni. Ingimundur Friðriksson og Eiríkur Guðnason vinna eða unnu með Davíð í Seðlabankanum og það nægir alveg til að hópurinn hrópi nafn þessara manna eins og þeir hafi verið í eintómu sukki og svínaríi og í landráðaham þegar þeir voru eingöngu að vinna vinnu sína.
Mótmælastaðan við Seðlabankann síðustu daga var engum sem í henni tók þátt til sóma. Enda runnu mótmælin út í sandinn því enginn nennti að mæta á þessa einkaskemmtun nokkurra hávaðamanna sem vilja fyrir allan mun koma sjálfum sér að í fjölmiðlum.
Það er komið nóg af öskrum og ópum. Fámennur hópur hefur staðið fyrir ólátum og virðist líta á sig sem samansafn af þjóðhetjum en þjóðin er að missa áhugann.
Nú er kominn tími til að setja skynsemi og yfirvegun í forgrunn. Hatur fer engum manni vel og það er engin ástæða til að bera virðingu fyrir þeim sem vilja slá sér upp á heiftinni sem þeir telja sig hafa allan rétt á að bera á torg.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.2.2009 kl. 19:54

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Pss. Að ofan er grein Kolbrúnar Bergþórsdóttur úr Morgunblaðinu í dag.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.2.2009 kl. 20:03

3 Smámynd: Alfreð Símonarson

Áhugaverð lesning Heimir og takk fyrir áhugann. Ég er samt ekki alveg að tengja athugasemdina um innihald vídeósins, er eitthvað sem þú tekur eftir sem vekur spurningar um atferli ákveðinna lögreglumanna? Þá sérstaklega þann sem gefur tveim á löðrunginn fyrir það eina að standa nálægt. Ég er persónulega á móti ofbeldi og tel nauðsynlegt að sýna valdníðsluna svona í þau fáu skipti sem hún næst á filmu. Ég ber virðingu fyrir því ágæta fólki innan lögreglunar sem starfar með þá hugsjón að þau séu að hjálpa og vernda almenning. Þá þykir mér einnig sorglegt að þessi "fáu" rotnu epli fái að stunda sína valdníðslu svo sem algjörlega óáreittir, þá óáreittir af starfsbræðrum þeirra. Endilega horfið á vídeóið í High quality, hægt að smella á það á youtube.com síðunni með vídeóið.  http://www.youtube.com/watch?v=fbvBdqrvrYo

Alfreð Símonarson, 15.2.2009 kl. 20:18

4 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Dauðadrukkinn dóplýður að böggast í lögreglunni, er eitthvað annað sem sést á þessu myndbandi ?

Ingólfur Þór Guðmundsson, 15.2.2009 kl. 20:53

5 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Nei svona í alvöru talað, þá á félaginn að sjálfsögðu að kæra ólögmæta handtöku, þ.e.a.s. seinni vinurinn.

Fyrri vinurinn sem að "datt framan á" , eða "fell on" eins og það var orðað í myndbandinu, þykir mér ólíklegt að fái mikið útúr því að kæra, þegar hann er augljóslega að hindra lögreglubílinn. Þegar lögreglan svo kveikir á sírenum til þess að fá menn til að færa sig frá bílnum, svo hann komist leiðar sinnar, þá eru ennþá menn sem taka sér meðvitað stöðu fyrir framan bílinn, sem í þessu tilfelli hindrar störf lögreglu, það er borðleggjandi.

Annars óska ég mönnum velfarnaðar í fyrirhuguðum málaferlum...

Ingólfur Þór Guðmundsson, 15.2.2009 kl. 20:59

6 identicon

Ertu ekki að grínast? Það eina sem þetta myndband sýnir er blindfullt rugl lið að reyna að komast í átök við lögregluna! Um að gera að hanga nógu lengi á húddinu!

Osk (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 21:37

7 Smámynd: Agný

Þetta var ekki flott að sjá.  Held að það sé undir niðri mikil reiði hjá mörgum en hvað varð um strákinn sem löggan tók?

Agný, 15.2.2009 kl. 22:26

8 Smámynd: Margeir Örn Óskarsson

Nennti varla að horfa á þetta myndband til enda en gerði það þó. Enn eitt dæmið um skríl sem gerir nánast allt til að komast á youtube og monta sig síðan af því að hafa verið tekinn af lögreglunni í skólanum eða vinnunni daginn eftir.

Fólk sem stundar það að hindra lögreglu við störf sín á hreinlega skilið að sitja inni... og það í dágóðan tíma að mínu mati. Lögreglan er illa mönnuð, lágt launuð og þarf svo að standa í svona framkomu samlanda sinna alla daga. Alls staðar annarstaðar í heiminum hefði allur hópurinn sem gerir aðsúg eða sinnir ekki tilmælum lögreglunnar verið laminn í buff og svo hent í fangelsi. Þessi svokölluð mótmæli eru svo löngu komin upp í andstæðu sína að það hálfa væri nóg.

Allir þeir sem vinna við lögreglustörf sitja í sama skítnum og við hin með skuldir upp fyrir haus og þurfa svo að standa í svona leiðindum alla daga.

Óþroskað pakk að reyna allt sem það getur til að egna lögreluna og koma þeim úr jafnvægi þannig að hægt sé að festa það á myndband.

Það eina sem næst fram með svona framkomu skríls er að lögreglan fær fleiri vopn í hendurnar til að berja niður svona lið og þeir sem sýna svona myndbönd eru að réttlæta þann vopnaburð að fullu.

Þið ættuð bara að skammast ykkar... og þar á meðal þú Alfreð... þú og vinur þinn ættuð að sýna betri fordæmi og finna ykkur eitthvað betra að gera en að standa fyrir framan lögreglubíla eða vera með önnur leiðindi í garð lögreglunnar.

Svo talar þú um rotin epli innan lögreglunnar. Hvað heldurðu að hafi verið mörg rotin epli í þessum hóp sem þú stóðst þarna í? Það hefur sýnt sig að "góðkunningjar lögreglunnar" og aðrir þeir sem hafa eitthvað á móti lögreglu landsins notfæri sér tækifærið til að ráðast að lögreglu í nafni "friðsamlegra" mótmæla.

Íslenskir lögreglumenn verða að teljast til þeirra sem hafa einhverja mestu þolinmæði, sýna einna mestu kurteisi og þjónustulund þó svo víðar væri leitað. Ég hef aldrei á ævinni hitt lögreglumann sem á einhvern hátt hefur sýnt mér dónaskap að neinu leiti og mig grunar sterklega að svo megi einnig segja um 99% alla aðra landsmenn.

Að lokum segi ég eins og Ingólfur hér að ofan... Gangi mönnum vel í fyrirhuguðum málaferlum.

Margeir Örn Óskarsson, 15.2.2009 kl. 22:38

9 Smámynd: Bara Steini

Atgangurinn þetta kveld var nú fullmikið af því góða.

Það voru þónokkrir sem áttu einfaldega leið hjá sem fengu högg og var ýtt gróflega til.

Og ekki veit ég til þess að löggum sé kennt að kýla né slá í þessum svokallaða lögregluskóla.

Eiga þeir ekki að vera vel þjálfaðir i að ráða við fólk... þásérstaklega fólk sem bara lyftir höndum og gerir ekki bofs annað en að standa.....

Bara Steini, 16.2.2009 kl. 01:18

10 identicon

Lögreglan sá sér ástæðu til að koma opinberlega og segja frá því að það væri ekki "við" aðgerðasinnar sem væru með ofbeldi gagnvart lögreglunni.... þetta sagði hann stefán sjálfur

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 01:36

11 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Tek undir orð fyrri ræðumanna hér, að það sem ég sé á þessu myndbandi er bara skríll að reyna að valda usla, hvað annað á að kalla þetta?

Mér heyrist líka á samtali ykkar í myndbandinu að ykkar markmið séu skýr, að "góma" lögregluna við sín skyldustörf, ekki beint öfundsvert starf að stunda þessa daganna og ég vona að lögregla taki vel á þessum skríl sem reynir alltaf að ganga lengra áður en það kemur einfaldlega til þess að einhverjir samborgarar ákveði að gera það.

Það er orðið nokkuð ljóst á samfélagsumræðunni að meirihluti fólks er kominn með upp í kok af þessum skríl og þá þarf bara að fara að taka betur á þessu. Þetta fólk hættir greinilega ekkert við að vera "kurteislega beðið" um að hætta að reyna að valda uppnámi í þegar óstöðugum samfélagsaðstæðum (amk, miðað við fyrri tíma).

Það sem ég gef þér Alfreð er að athugasemd þín hér að ofan ber vott um stöðugleika, virðingu og að þú hafir eitthvað fram á að færa sem er málefnalegt, það er frábært, en mér finnst þetta myndband ekki endurspegla þannig afstöðu.

Virðing

Tryggvi Hjaltason, 16.2.2009 kl. 04:42

12 Smámynd: Alfreð Símonarson

Tryggvi, það kemur hvergi fram: að "góma" lögregluna við sín skyldustörf. Hann spyr mig hvort ég hafi náð högginu á myndband sem ég gerði og þá segir hann : já þetta fer á youtube..  Löggan á allan heiðurinn á sinni uppákomu, ekki vorum við að neyða neinn til að kíla eða lemja með kylfum.

Alfreð Símonarson, 16.2.2009 kl. 07:05

13 Smámynd: Alfreð Símonarson

Agny: Strákurinn átti að dúsa í fangageymslu þar til hann færi í yfirheyrslu deginum eftir en eftir að vinir hans (sem vissu ekki hvort hann væri enn í fangelsi eða á spítala því lögreglan gefur það ekki upp) hringdu í pabba hans sem fékk hann lausann upp undir morgunn. Hann var allur leskaður og í sárum en þó "hress" mv. það að hann upplifði rosalegar píntingar þegar verið var að handtaka hann, td. er verið að snúa upp á lappirnar á honum sem sérst ef vel er að gáð.

Alfreð Símonarson, 16.2.2009 kl. 07:14

14 Smámynd: Hlédís

Mikið er leitt að sjá fjölda manns mæla lögreglu bót er hún sýnir ofbeldi. Það yrði svei mér góðir þegnar í einræðis-lögregluríki. Lögga og her með svo góða þegna þyrfti ekki einu sinni að þvo blóðið af stígvélunum - þau væru svo vel sleikt! Öfgaskoðanir Kolbrúnar Bergþórsdóttur má virða að vettugi. - blaðamanni sem mótmælir með látum að EINELTI sé til, tekur undirrituð lítið mark á!

Hlédís, 16.2.2009 kl. 14:10

15 Smámynd: Hlédís

Verjendur lögreglu-ofbeldisins trúa ekki einu sinni Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra er hann segir aðgerðasinna ekki hafa verið með ofbeldi umrætt kvöld?!  Á að hlægja eða á að gráta?

Hlédís, 16.2.2009 kl. 14:16

16 Smámynd: Alfreð Símonarson

Satt segir þú Hlédís, það er ekki upp úr þurru að hrópað er að lögreglu: Fasistar! því jú þeir gefa ofbeldisseggjum sínum lausan tauminn.  Ég er sammála þér að það er grátbroslegt allt þetta rugl sem okkur almenningi er sýnt en ég vona að þeir lögregluþjónar sem vilja VERNDA almenning fari að hugsa sinn gang og krefjast almennilegs innra eftirlits, einnig að þeir sem sýna hrottalegt ofbeldi eru látnir svara til saka þó að fórnalambið kæri ekki. Takk fyrir áhugann og Lifi Byltingin!

Alfreð Símonarson, 16.2.2009 kl. 19:41

17 Smámynd: Bara Steini

Við sem höfum verið við flestrar aðgerðir tökum nú eftir að það er sendir út þeir löggukappar sem eru ekki þekktir fyrir nein vettlingtök.

Eins og t.d 10-11 löggan sem var festur á filmu við grófan atgang að ungling...

Nú sprangar hann um í búning með úðabrúsa og kylfu eins og ekkert hafi í skorist.

Bara Steini, 16.2.2009 kl. 22:01

18 Smámynd: Hlédís

Ekkert að þakka, nýi bloggvinur - hef fengið smjörþef af dólgunum sjálf - í byltingunni!  Mér reiknast til að árin frá minni fyrstu aðgerðaþáttöku séu orðin 49!

Hlédís, 16.2.2009 kl. 23:06

19 identicon

Ég hef oft spáð í það, hvað er það sem fær fólk til að vilja vera í lögreglunni? Ég veit að lögregluskólinn hérna miðað við Svíðþjóð er eins og leikskóli. Að komast í gegn um inntökupróf í sænsku lögreglunni er miklu erfiðara en að komast í hinn íslenska lögregluskóla og hef ég heyrt að ef þú kemst ekki í gegn um hinn íslenska lögregluskóla, þá eigir þú ekki að ganga laus. Menntunarkröfur sem gerðar eru í hinn íslenska lögregluskóla eru hlægilegar. Í Svíþjóð þurfa menn að ganga í gegn um hvert sálfræðiprófið á fætur öðru til greiningar á t.d. viðbrögðum við svona atgangi eins og sést á myndbandinu. Þessir lögreglumenn reyndu ekki einu sinni að tala við fólkið, þeir bara beittu ofbeldi og yfirgangi sem gerði það að verkum að espa upp fólkið. Þvílíkir asnar. Ég get ekki annað sagt.

Valsól (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband