Sönnunn þess efnis að táragasinu er beint beint framan í fólk

Fengið frá stjaniloga.blog.is

3214495028_bddc702b6b_o

 

Hér má sjá fleiri myndir eftir Hörð sem tók þessa http://www.flickr.com/photos/hordur/3214495028/

 

Enn og aftur má sjá gusuna BEINT í andlitið á öðrum ljósmyndara

Myndin er hér og er tekin af JGS

3213555196_8ea88fa8e9_o

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver eru rökin fyrir því að þeir sem halda á myndavélum (allt svo hafi áhuga á ljósmyndun) eigi að fá eitthvað "special treatment" frá lögreglunni?

Ef menn standa í fremstu víglínu og hlýða ekki fyrirmælum þá verða menn bara að taka því af karlmennsku ef þeir fá gusu í augun! Það er ekkert flóknara en það.

Andri Valur (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 12:49

2 Smámynd: Alfreð Símonarson

Jaaa eins og þú Andri getur lesið á titli færslunar er ég að benda á að lögreglan er að beina piparúðagusunni beint framan í fólk og í þessum tilfellum eru það ljósmyndarar sem verða fyrir barðinu. Ég er ekki að segja að ljósmyndarar í eldlínunni eigi að fá einhverja sérmeðferð en þeir eins og flestir í þessari línu voru að stjakast til baka af beiðni lögreglunar en löggan sprautar samt, sem er náttúrulega algjörlega óþarfi. Sumir innan raða lögreglumannanna eru alvöru sadistar sem njóta þess að kvelja aðra og gletti mikið fyrir ákkúrat þeim í þessum mótmælum, ég vona að hinir sem vilja halda lögum og reglu taki á þeim vanda en hafa ávalt sýnt sig getulausa gagnvart kvölurunum svona eins og ríkisstjórnin okkar. Takk fyrir áhugann Andri.

nota bene þá hefur blaðamannafelag Íslands sent frá sér þessa tilkynningu http://visir.is/article/20090122/FRETTIR01/263263160

en ég vill enn og aftur benda á að ég er að tala um að úðanum sé sprautað beint framan í fólk sem getur valdið varanlegum skaða og eru dæmi til.

Alfreð Símonarson, 22.1.2009 kl. 14:56

3 Smámynd: Alfreð Símonarson

Meira um skaðsemi piparúða og táragass: http://www.commondreams.org/views/030900-103.htm

Alfreð Símonarson, 22.1.2009 kl. 15:03

4 identicon

Fyrir það fyrsta þá finnst mér þessi tilkynning frá Blaðamannafélaginu hálfgert rusl. Það eru á milli 10-20% fólksins með myndavélar. Það er ekki nema brot af þeim sem eru að mynda fyrir fjölmiðla. Hinir að sinna áhugamáli og heimildaöflun - sem er í sjálfusér mjög gott. Því fleiri myndir, sem eru til frá þessum atburðum, því betra.

Það er því sem næst ómögulegt fyrir lögregluna að ætla að gera upp á milli manna. Það verða bara allir að hlíða eða fá gusuna í andlitið.

Ef piparúðinn fer ekki framan í fólk er hann svo gott sem gagnslaus. Það er því ekkert nema rökrétt að lögreglan beini þessu framan í fólk.

Þegar þessar myndir eru teknar var ég viðstaddur. Það sést meir að segja glitta í mig á annarri myndinni. Það fór ekki framhjá neinum hvað var í vændum - lögreglan var búin að vara margsinnis við. Ég snéri mér við og setti upp hettuna á úlpunni, það bjargaði mér. Ef ég hefði fengið piparinn í augun hefði ég einungis getað kennt sjálfum mér um. Það hefði ekki hvarflað að mér að kenna lögreglunni um eitthvað harðræði.

Að lokum þá segir þú að sumir innan raða lögreglunnar séu sadistar sem vilji kvelja aðra. Það er hárrétt hjá þér. Það er líka jafn mikil staðreynd að innan mótmælenda leynast býsna margir ofbeldismenn eins og ég kýs að kalla þá - fólk sem er á staðnum að mestu leyti í þeim tilgangi að ögra lögreglunni og helst að meiða hana. Sem dæmi um það nefni ég grjótkastið í gær. Var staddur á Austurvelli í gær þegar táragasinu var beitt. Að mínu mati hefði mátt færa fullkomin rök fyrir því að skjóta á fólkið (mig þar á meðal) með gúmmíkúlum, ef lögreglan hefði slík vopn. Slíkt var ástandið að mínu mati.

P.s. þá er þetta stuff að mínu mati jafn hættulegt og blátt m&m sem getur alveg hugsanlega drepið mann ef maður borðar heilt baðkar reglulega. Það má færa rök fyrir því að allt sé hættulegt.

P.p.s. hvet alla til að vera appelsínugula í komandi mótmælum :)

Takk fyrir spjallið

Andri Valur (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband