Alex Jones og Jason Birmas ræða um ZeitGeist Addendum"A New Religion"

Ég verð að segja að ég er sammála þeim að myndin byrjar mjög vel og tekur á peningakerfinu og völdunum þar á bakvið. Svo kemur mjög skuggaleg kynning á Útópísku tæknisamfélagi sem er keimlíkt því sem glópalistar sem nota bene vilja drepa 80% mannkynsins hafa verið að predika. Einnig er sú staðreynd að þetta eru trúarbrögð sem Zeitgeist eru að auglýsa og kemur þetta viðtal vel inn á alla þessa hluti.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er algerlega sammála Jones með seinni hluta attendum. Þetta kemur yfir sem algerlega absúrd utopia, sem líkist fasískri hugmyndafræði óþægilega mikið og er jafnvel bræðingur tveggja öfga 20 aldarinnar Marxisma og National Socialisma. Mér varð flökurt við áhorfið líka en sá á bakvið þetta áhugaverðan punkt um nauðsyn þess að ná harmóníu manns og náttúru, en þessi tæknifsismi á ekkert með það. Hver á að vinna og framleiða gæðin, þegar það virðist sem enginn þurfi nokkurntíman að vinna? Hvernig geta þjóðir starfað án gjaldmiðils af einhverju tagi? Það system hefur verið til frá steinöld.

Annars tóku þeir Jones og Peter Joseph höfundur Zeitgeist umræðu mum þetta hér, sem er athyglisvert að hlusta á

Jón Steinar Ragnarsson, 20.10.2008 kl. 01:02

2 Smámynd: Alfreð Símonarson

Takk fyrir góða athugasemd Jón Steinar! Já það mætti segja að þessi útópía sem þeir eru að reyna að selja okkur í seinni part Zeitgeist addendum er akkúrat sama kontórólfrík big brother samfélag sem heimsbankarnir hafa verið að byggja.  Allt í lagi að sumir vilja búa í svoleiðis samfélagi en þau verða að virða þá sem kjósa að búa ekki í þessu samfélagi. Þó að þeir endurtaka Money as dept auk annarra samsæriskenninga sem uppljóstra skuldakerfi sauðanna í gegnum heimsbankanna þá er þessi techno útópía nýtt trúarbragð, sem við þurfum ekki.

Takk fyrir áhugann og lifi byltingin! Alli

Alfreð Símonarson, 20.10.2008 kl. 13:28

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þið komist að svipuðum niðurstöðum og ég, það var fróðlegt að hlusta á Jones og Joseph takast á um þetta.

Georg P Sveinbjörnsson, 20.10.2008 kl. 22:49

4 identicon

minnir mig á aðvörun frá alan watt, hinum klassiska hermit, hann talar mikið um að þeir sem vinna við að koma breytingum inn - réttu breytingunum, þeir eru ávalt vel fjármagnaðir, zeitgeist er kannski bara aðeins of góð mynd, of vel fjármögnuð til að vera sönn... :-)

Gullvagninn (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 22:42

5 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Úff, það er að mörgu að hyggja.

Georg P Sveinbjörnsson, 22.10.2008 kl. 06:06

6 Smámynd: Neo

Mér finnst myndin fín, hins vegar er ég sammála með að útópían er svolítið too much.  Ég held að það skipti varla máli um hversu gott kerfi er að ræða, vandamálið er fólkið sem er í því. Ég held að það verði að byrja á einstaklingnum...

Neo, 28.10.2008 kl. 20:19

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki misskilja mig. Ég tek heilshugar undir fræðslugildi og andóf Zeitgeist, þótt ég skrifi ekki undir allar útópískar framtíðarsýnir, sem koma fram sem hugsanleg lausn á helstefni þeirri, sem við búum við.  Ef þú hlustar á viðtalið, sem ég linkaði á, þá er það andsvar við frekar neikvæðri sýn þinni á málið. Í þessu viðtali kemur Peter Joseph fram og reynir að skýra mál sitt af yfirvegun en kemst varla að fyrir gasprinu í Jones, sem svo síðar opinberar sig algerlega sem paranoyaðan hálfita og sukkópat. Ég mun ekki taka mark á þeim manni héðan af, þótt hann hafi fram að þessu bent á ýmislegt þarflegt varðandi 911.

Maðurinn er geðsjúkur. Svo einfalt er það.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2008 kl. 19:18

8 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Jones skemmir ótrúlega fyrir sér með frummansöskrum og hálfvitagangi, sorglegt því að hann hefur/hafði margt gott fram að færa þegar hann missir sig ekki og fælir venjulegt fólk frá því að hlusta á það vitræna sem hann hefur fram að færa.

Georg P Sveinbjörnsson, 29.10.2008 kl. 21:36

9 Smámynd: Alfreð Símonarson

Já hann Alex Jóns er nokkuð geðveikur á tímum og lætur heyra í sér. Ég hef stundum ekki gúdderað hve grófur hann er að dæma suma hópa en þá er það aðallega vegna þess hve stýrðir af glópalistum þessir hópar eru, eins og global warming fólkið sem heimtar glópal kolefnisskatta. Hann hefur þó kennt manni að rýna betur í réttindin sín og lesa stjórnarskránna sína ítarlega. Takk fyrir áhugann Gullvagn, Georg, Neo og Jón Steinar og velkominn á bloggið neo, mjög góð videóin sem þú settir samann!

Alfreð Símonarson, 29.10.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband