10.10.2008 | 00:39
Netvandamál hjá Símnet / DNS server niðri
Hérna er smá infó fyrir ykkur sem eruð að lenda í netleysi vegna þess að nafnaþjónar simnet.is eru niðri. Ég fann ágætis síðu með public DNS serverum hérna http://theos.in/windows-xp/free-fast-public-dns-server-list/
Er núna að nota 4.2.2.1 og 4.2.2.2 sem DNS servera og virka þeir fínt en það er greinilegt að símnet á við einhverjar árásir. Til að festa þessar DNS tölur inn þá (Windows) farið inn í network connections -> hægrismellið á nettenginguna og veljið properties (heitir local area connection ef þið tengist með netsnúru eða Wireless connection ef þið notið þráðlaust net). Þar ætti að koma upp listi og flettið neðst í hann og tvísmellið á Internet protocol TCP/IP... Þar hakið þið við Use the following DNS addresses og setjið 4.2.2.1 sem primary og 4.2.2.2 sem secondary. Allaveganna eru þeir ekki búnir að koma 212.30.200.200 (einn af nafnaþjónum símnets þ.e. sá algengasti) online eins og er. Maður þarf víst að getað reddað sér í sveitinni ;)
ATH ef þið farið svo með tölvuna í vinnuna þarf að breyta til baka þ.e. haka við optain DNS automaticaly
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:45 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir, þetta reddaði málinu :)
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 01:04
Takk fyrir þetta. Þú er snilli.
Steinunn Þórisdóttir, 10.10.2008 kl. 10:28
Jónína Dúadóttir, 13.10.2008 kl. 06:10
þetta bjargaði internetinu hjá mér, nú síðdegis - takk
Gullvagninn (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 00:07
flott, gott að geta verið að liði
Alfreð Símonarson, 17.10.2008 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.