Fyrirspurn til Utanríkisráðuneytisins, Spurningar um NATO hergagnaflutninga og fjármögnun þeirrar iðju frá Íslandi‏

 Ég sendi eftirfarandi e-mail á postur@utn.stjr.is þann 7. sept. en hef ekki fengið nein svör

-----------------------------------------------------------------------------------------
b.t. Ingibjargar Sólrúnar og Urðar Gunnarsdóttur

Ég sá frétt um að 200.000.000 kr. úr ríkissjóði árin 2007 og 2008 voru varðar til hergagnaflutninga fyrir NATO sem heyjar nú stríð með Bush stjórn BNA um víða veröld. Í þessari frétt á MBL.is ( http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/08/27/200_milljonir_i_hergagnaflutninga/  ) er sagt frá því að það er íslensk umsjá með þeim hergagnaflutningi og að engar klasasprengjur séu fluttar. Mínar spurningar eru þær hvort að þessi gögn séu opinber og ef ekki þá hvort rýrt úraníum, efna-sýklavopn eða örbylgjuvopn hafi verið flutt með okkar skattpeningum? Einnig langar mig að vita hvort upplýsingarnar sem þið fáið um innihald hergagnanna séu upplýsandi um innihald eða óupplýsandi skammstafanir eða kannski bara strikamerkingakóði?

Ég vona að þið séuð upplýstar um þessi vopn sem ég var að nefna en þau eru jafn slæm umhverfinu ef ekki hættulegri en klasasprengjur. Klasasprengjur eru hrottaleg vopn þ.s. ósprungin eining lítur út eins og leikfang en byssukúlur sem innihalda rýrt úraníum eitra umhverfið með geislavirku gasi þegar þeim er skotið á málm. Vinsamlegast skoðið þau opinberu gögn sem ég læt fylgja.

http://malacai.blog.is/blog/malacai/entry/424107/

Eftirfarandi video er ekki fyrir yngri en 18 ára og bleyður
Depleted Uranium 1of4
http://www.youtube.com/watch?v=hWTJ1let0so&feature=related
Depleted Uranium 2of4
http://www.youtube.com/watch?v=KJWHiVC_0aI&feature=related
Depleted Uranium 3of4
http://www.youtube.com/watch?v=6_q8YjiLWQg&feature=related
Depleted Uranium 4of4
http://www.youtube.com/watch?v=TurTHTu5VaA&feature=related

Í von um góð svör, Alfreð Símonarson


---------------------------------------------------------------------------------

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög þörf umræða. Ég hef oft velt fyrir mér þessum umhverfisáhrifum hernaðar. Hvort í þessum sprengjum og flaugum séu þrávirk eiturefni sem skaða umhverfið varanlega. Hvað ætli mengun af völdum hernaðar sé há prósenta af heildinni?

Svo finnst mér sinnuleysi almennings gagnvart þessu bruðli óþolandi. Hvað eru íslendingar að eyða skattpeningum í einhverjar deilur í fjarlægum löndum þar sem við höfum engra hagsmuna að gæta?

Þakka þér fyrir þetta framtak.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 08:32

2 Smámynd: Alfreð Símonarson

Já, mjög þörf umræða en svona fer fyrir brjóstið hjá fjölmiðlum. Þeir eru náttúrulega ritskoðaðir af CIA og eina umræðan virðist vera um klasasprengjur. Helmingunartíminn á þessu úraníum sem verður há geislavirkt eftir að byssukúlan sýður sig í gegnum varnir skriðdreka er 4,5 milljarðar ára. Endilega horfðu á allar 4 klippurnar, mjög mikilvægar upplýsingar um þetta opinberlega kæfða mál.

Takk fyrir áhugann og lifi byltingin!

Alfreð Símonarson, 26.9.2008 kl. 14:29

3 identicon

Fjöldi mannkyns tvöfaldar sig á næstu 50-60 árum, það gera 12biljónir ca, kannski er ekki næg orka fyrir allt þetta fólk..

Andri (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 16:52

4 identicon

Flott hjá þér Alfreð

Gullvagninn (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband