27.8.2008 | 09:59
Hvað er hægt að gera við 200 millur?
2007 - 2008 voru 200.000.000 kr.af okkar skattpeningum notaðar til hergagnaflutninga fyrir NATO og Bush stjórnina. Þetta hefði getað verið eytt í verri hluti svona eins og í hatta fyrir Bush já eða 5 pör af gullklossum fyrir Dick Cheney (samt, hattar og gullklossar eru ekki efnavopn). Ég er strax farinn að sjá eftir þessum skattpening og greinilegt hver afstaða ríkisins er til Íslendinga sem unnu baki brotnu 2007 og 2008.
Svo er bara málið að hún Urður upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir að það er mikið eftirlit með að klasasprengjur séu ekki fluttar, hvað þá með efnavopnin, hríðskotabyssurnar og úraníum byssukúlur? Nei við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því, hver er svo fulltrúi Íslands sem gegnir því eftirliti, ekki eigum við bara að taka hana á orðinu??
Ef að þið hafið áhuga á að fræða ykkur meira um hvað þessar 200 millur voru að borga fyrir þá endilega takið frá tíma og horfið á fyrirlesturinn:
David Icke Freedom or Fascism part 2 | 2 hr 29 min - Nov 14, 2007
200 milljónir í hergagnaflutninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:11 | Facebook
Athugasemdir
ætli það séu ekki aðrar 200 millur að tikka inn með heræfingunum sem eru að byrja?
Gullvagninn (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.