Maðurinn sem skildi orku sólarinnar: Nikola Tesla

Endilega tékkið á þessari heimildarmynd um manninn sem fann upp AC rafmagnið, þráðlaus samskipti (sem Marconi stal af einkaleifum frá Tesla) og óteljandi grunntækni sem við notum daglega. Hann Nikola Tesla var mikill hugsuður og taldi sig vera að vinna að heimsfrið en peningafólkið/ríkisstjórnin kom í veg fyrir það og notaði tæknina hans til hernaðar auk þess að eyða honum úr sögubókum. Hann gerði marga að milljarðamæringum með uppfinningum sínum en fékk ekki að sjá nema prómíl af þeim gróða og varð hann peningasnauður á efri árum.

PBS presentation of Nikola Tesla  87 min hjá video.google.com

 

Hann er einnig sá fyrsti til að sýna fram á ókeypis orku og raffræði sem kollvarpaði Ohms lögmálinu en fékk ekki viðeigandi umfjöllun þ.s. ekki væri hægt að setja mælir eða rukka fyrir svoleiðis orku. Hann var einnig búinn að finna eigintíðni Jarðar og eru t.d. HAARP/SuperDARN loftnetin (SuperDARN á Íslandi) gerð í kjölfar rannsóknargáfu hans en bandaríkjaher einokar þá tækni í dag. Samt vilja ríkisstjórnir okkar ekki viðurkenna að HAARP/SuperDARN loftnetin eru endurgerð á svokallaða dauðageisla sem hann var að hanna, sama tækni og Tesla taldi geta klofið Jörðina

Í dag er til nokkur hugrakkur hópur fólks sem eru að þróa og hanna rafala sem búa til margfalt meiri raforku en er notuð til að  keyra rafalinn auk annarrar free-energy tækni:

http://www.free-energy.ws/index.html

http://www.teslatech.us/

free energy á google

 

FREE ENERGY Home Generator -Zero Point Energy - Off the Grid


mbl.is Nærmyndir af sólmyrkva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Gaman að rekast á umfjöllun þína um Tesla. Fékk að heyra frá því í æsku að hann væri einn mesti uppfinningamaður jarðarinnar og ekki væru enn öll kurl komin til grafar varðandi hans kenningar.

Sólveig Klara Káradóttir, 4.8.2008 kl. 18:13

2 Smámynd: Alfreð Símonarson

Takk fyrir áhugann Sólveig, það er margt sem kemur einmitt í ljós í heimildarmyndinni um hvernig ríkisstjórn USA lokaði á frekari frama hans.

Kær kveðja Alli

Alfreð Símonarson, 5.8.2008 kl. 00:49

3 Smámynd: Alfreð Símonarson

Sæll Hafsteinn og takk fyrir mjög góða athugasemd. Þessi öfl sem hafa haldið okkur aftur í rúm 100 ár raffræðilega séð eru enn við líði í dag. Margir hafa tínt lífinu og aðrir horfið sporlaust fyrir það eina að gera sínar frumkvöðlarannsóknir opinberar. En eins og ég hef sagt áður þá er búin að vera rosaleg vitundavakning í gangi og margir búnir að setja sínar tilraunir á netið. Ég veit ekki hvort þú hafir séð eitthvað með honum Peter Lindeman ? en hann er búinn að stúdera einkaleifin hans Tesla auk annarra.

Kær kveðja Alli

Alfreð Símonarson, 31.8.2008 kl. 19:32

4 Smámynd: Alfreð Símonarson

Magnað er að skoða Bruce DePalma og pælingarnar hans, ekki ólíkt Bendini mótor eða álíka.

Kær kveðja Alli

Alfreð Símonarson, 1.9.2008 kl. 17:26

5 Smámynd: Alfreð Símonarson

Sæll, þú getur sett inn hlekki með því að kópera URL þá með http://www.blabla...  og svo velur þú textann sem þú vilt breyta í hlekk og þá sérðu takka sem er eins og hlekkur byrtast í stikunni (þs. broskallinn og púkunn eru). Þá færðu upp popup glugga sem þú getur peistað inn URL, lýsingu og hvort hlekkurinn opnist í nýjum glugga eður ei.

Takkfyrir upplýsingarnar, ég er alveg á því að fólk sem hefur áhuga geti hist samann á vinnustofu eða einhverjum stað álíka og mótorsmiðjan er með og haft aðgang að vélum og verkfærum sem flestir eiga ekki heima hjá sér. Ég kannast aðeins við Dr. Greer og Disclosure project og á sá hópur stórann þátt í vitundarvakningunni. Ég tékka á þessum fyrirtækjum, takk fyrir infóið.

kær kveðja Alli 

Alfreð Símonarson, 2.9.2008 kl. 15:18

6 Smámynd: Alfreð Símonarson

Takk fyrir hlekkinn.

Alfreð Símonarson, 2.9.2008 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband