Hjörð höfrunga mótmælir einhverju, væntanlega óbærilegt fyrir þá að vera í sjónum



Eins og flestir vita þá nota höfrungar og hvalir hljóðbylgjur til að sjá í sjóinum. Hvað er verið að prófa/sprengja neðansjávar sem fær þá til að flýja upp á land þ.s. einungis dauðinn bíður þeirra. Eru þeir að reyna að segja okkur eitthvað??

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hvalreki er alls ekki nýtt fyrirbæri. Þótti mikil búbót í gamla daga og eru heimilir um að fyrr á öldum hafi einn hvalur bjargað heilu byggðarlagi frá hungurdauða. Enda er orðið hvalreki oft notað í yfirfærðri merkingu, þ.e. sem eitthvað gott kemur óvænt.

Ég er nokkuð viss um að enginn var að prófa eða sprengja neitt í sjónum fyrr á öldum - kannski eru skepnurnar bara ekki gáfaðri en þetta...

Ingvar Valgeirsson, 28.7.2008 kl. 10:38

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Hvalreki fyrr á öldum útilokar ekki að neðansjávartilraunasprenginga í hernaðarskyni( sem vitað er að stundaðar eru) í dag.....kíkja til dæmis á þetta í stað þess að vera með fimmaurabrandara.

og HÉR , heimska mannsins í hnotskurn. Það er stöðugt verið að prófa ný vopn og sprengjur í höfunum, það hætti ekkert með Seinni - Heimsstyrjöldinn, langt í frá.

Georg P Sveinbjörnsson, 29.7.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband