15.7.2008 | 19:16
Ein af klappstýrunum hans Bush, Bill O'Reilly í viðtali 60 mínúta
Kallinn hefur verið með talsettann niðurgang síðan hann byrjaði "fréttamennsku" sína hjá FOX News. Hann opinberar sig nokkuð í þessu viðtali og endar það með því að staðfesta hve mikið hann fílar sig sem Barbarian gaur (klippa 2 frá 1:35). Þetta er náttúrulega propaganda maður dauðans og eflaust á góðum launum hjá Murdoch.
Hérna er Michale Moore í viðtali hjá honum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þetta, upplýsandi.
Georg P Sveinbjörnsson, 15.7.2008 kl. 20:50
Þetta er einhver fyrirlítanlegasta padda sem til er... holdgerfingur alls hins versta í mannlegu eðli...og því miður ástæða þess hver margir hata bandaríkin...en gleyma því að þar býr líka fólk eins og Al Franken og Michael Moore!
Róbert Björnsson, 15.7.2008 kl. 21:35
Takk fyrir að sýna þetta Alfreð.
Ég hef séð þónokkra þætti með honum O'Reilly og það er augljóst að hann gengur mála ráðandi afla í Bandaríkjunum. Þessi þáttur með Michael Moore er frekar léttvægur miðað við aðra sem ég hef séð með honum. Hann hefur gerst svo óskammfeilinn að ráðast á hermenn sem hafa særst í stríðinu auk annarra með svífirðingum fyrir það eitt að gagnrýna stefnu stjórnvalda. Maður hreinlega spyr: Hvað vakir fyrir honum?
Ég hef nákvæmlega ekkert á móti fólki sem styður ríkisstjórn Bush og geta fundið rök fyrir stefnu þeirra. Það er hinsvegar framferði þessa manns sem gerir hann ótrúverðugan - og hreinlega ótrúlegt að til sé fólk sem lítur upp til hanns (finnst hann flottur o.s.frv.) Í mínum huga er það fólk eins og O'Reilly og Ann Coulter tákngervingar þess sem að er Bandaríkjunum í dag. Öfgafullt og hatrammt með þann tilgang að æsa fólk upp í átt að fasísku hugarfari.
American Dreamz (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.