Efnarákir eru staðreynd, núna þurfum við gæsluna til að taka sýni af reyknum / efnaúðanum sem sumar þotur skilja eftir sig. Ég var að taka myndir fyrir 15 til 20 mínútum og læt þær flakka hérna í færsluni. Myndir teknar 23. Júní 2008, fyrstu 5 myndirnar kl 12:00 , næstu 3 kl 13:00 og svo síðustu 3 klukkan 13:20. ATH myndin sem er með þykkum ramma sýnir eðlilegan þotuútblástur sem eyðist á mjög stuttum tíma við hliðina á fyrstu rákinni sem ég tók myndir af.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:11 | Facebook
Athugasemdir
Við eigum rétt á svari.
Hvað er þetta og af hverju ??????
Fríða Eyland, 23.6.2008 kl. 15:16
Flestir taka varla eftir þessu eða hugsa út hvernig standi á því að rákirnar á himnum hverfi ekki, heldur dreifa úr sér sér og tengjast hver annari og mynda að lokum þunna slæðu sem hangir í loftinu heilu og hálfu dagana, það þarf enginn að segja mér að þetta sé bara normal útblástur, landsmenn ættu allavegana að lágmarki hafa áhyggjur af þessari mengun hver sem skýringin er, þetta var ekki vandamál á árum áður og útskýringa er þörf.
Georg P Sveinbjörnsson, 23.6.2008 kl. 17:58
Þotur skilja eftir sig hvíta rák á himninum af sömu ástæðu og við getum stundum séð andardráttinn okkar, það er að segja loftið sem við öndum frá okkur. Útblásturinn frá þotuhreyflunum er heitur og rakur og þegar hann blandast andrúmsloftinu þéttist eða frýs vatnsgufan sem í honum er og myndar nokkurs konar ský. Í útblæstrinum er meðal annars koltvíoxíð, brennisteinsoxíð, nituroxíð, óbrunnið eldsneyti, sót, málmagnir og vatnsgufa sem myndast þegar vetni í eldsneytinu brennur. Sótið og aðrar agnir í loftinu greiða fyrir því að vatnsgufan þéttist og myndar smádropa á ögnunum.
Rákirnar sem þotur skilja eftir sig geta verið mjög mismunandi og fer útlit þeirra eftir flughæð vélarinnar, hitastigi andrúmsloftsins og raka. Hægt er að spá fyrir um veður með því að skoða útlit rákanna og kanna hversu lengi þær eru á himninum. Grannar og skammlífar rákir gefa til kynna lágt rakastig sem er vísbending um gott veður, en þykkar og langlífar rákir benda til hærra rakastigs sem getur verið vísbending um að stormur sé í aðsigi.
Nýlegar rannsóknir gefa til kynna að ísskýin í rákunum leiði til gróðurhúsaáhrifa og eigi sinn þátt í að hækka hitastigið á jörðinni. Þeir sem stunda slíkar rannsóknir gripu tækifærið í kjölfar flugbanns vegna hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11.september og gátu þar fengið mikilvægar upplýsingar um hvernig ástandið er þegar engar flugvélar eru til að mynda rákir. Þau gögn er svo hægt að nota sem viðmið fyrir frekari rannsóknir.
Að mestu þýtt og endursagt af vefsetri Scientific American
Fríða Eyland, 23.6.2008 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.