Ég skora á BB að stirkja hjálparsveitirnar í stað leyniþjónustunar sinnar

Hann Björn Bjarnason er að reyna að mjólka meiri pening í herinn/ sorrí sérsveitarlið lögreglunar en honum finnst væntanlega tippið á sér voðalega lítið þegar hjartgóðir hjálpasveitarmenn hafa völdin.  Hann heldur svo áfram að segjast mæta mikilli mótstöðu þegar hann reynir að mjólka peninga í herdeild/ ssorrí sérsveitalögregluliðið sitt en ég vitna hérna í orð hans úr þessari frétt.

Björn Bjarnason segir:
,,Ég hef hingað til talað fyrir daufum eyrum of margra, þegar ég hef hvatt til þess, að sett verði í lög ákvæði um heimild til að kalla út varalið. Viðbrögðin hafa verið svo einkennileg hjá mörgum, að rökræður skila ekki einu sinni árangri."

Hvaða rökræður? ekki hefur þetta mál verið rökrætt opinberlega og hann veit að ef að það verði gert þá mun hann mæta mun meiri mótstöðu því að flest fólk veit úr hvaða kokkabókum hann er að lesa.  Svona orðalag eins og hann sýnir hér kallar á meiri opinberun aðgerða Dóms- og Kirkjumálaráðherra, við þurfum að fá þessa umræðu á opinberum vettvangi og við viljum ekki bakherbergjasamninga eins og voru hjá Dabba og co. Leynd á sér ekki grunn í pólitík nema þegar það þarf að fela eitthvað frá þegnum landsins, það eru ekki eðlileg vinnubrögð. 

Ég skora á hann Björn, ef hann vill vinna traust landsmanna, að opna vefsvæði þ.s. allir geta lagt honum spurningar og að hann svari þeim eins fljótt og hann getur. 


mbl.is Heimild til að kalla út varalið hefði komið sér vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hann vill bara þjálfaða herdeild svo hann geti keypt vopn af USA og svo sent þá til að Írak.

Honum þykja GREINILEGA björgunarsveitirnar ekki nógu merkilegar.

Helvítis fasistinn....

Haraldur Davíðsson, 2.6.2008 kl. 12:15

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Rökræður? Gjörðu svo vel Björn, hérna eru rökræður:

Allan tíman var til staðar borgaralegt varalið skipað sjálfboðaliðum, en þá á ég við alla þá íbúa hér á Suðvesturhorninu sem héldu sig á mottunni á meðan stór hluti lögregluliðsins var upptekinn fyrir austan fjall. Ég veit ekki til þess að það hafi þurft að kalla neinn út sérstaklega til þess að allt færi friðsamlega fram rétt eins og á venjulegum degi á meðan hjálparstörf stóðu yfir, enda var mönnum líka brugðið hér við hristinginn og hugur flestra hjá íbúum Suðurlandsundirlendisins. Við Íslendingar erum nefninlega aldrei samhentari heldur en einmitt þegar náttúruöflin sýna okkur mátt sinn og megin, af því megum við sko vera stolt. Sjálfur fór ég t.d. út úr bænum og hélt norðaustur á bóginn þar sem löggurnar voru síst uppteknar vegna jarðskjálfta enda var víða sýnilegt umferðareftirlit á vegunum. Eins og fram kom annarsstaðar á blogginu þá væri miklu meira vit í að styrkja og efla hjálparsveitirnar sjálfar, frekar en að fjölga þessum blessuðu laganna "vörðum" sem ráðast svo kannski bara á unglinga í kjörbúðum, spreyja piparúða framan í saklaust fólk á bensínstöðvum, fara með samsæri og tilhæfulausum ásökunum gegn fólki sem þorir að segja upphátt skoðun sína á umhverfismálum, hnýsast ítrekað með ólöglegum hætti í stjórnarskrárvarið einkalíf fólks, og almennt hafa grundvallarréttindi samborgaranna að engu. Af slíkum óþverravinnubrögðum íslenskrar lögreglu hef ég ítrekaða persónulega reynslu af misslæmu tagi auk þess sem öll tilvikin sem ég nefndi hér á undan eru staðfest og skjöluð!. Þar sem ekki hefur verið sýnt fram á annað verður maður að taka þessi ummæli Björns eins og hvern annan fasista-áróður sem hann lætur frá sér fara, og í þetta sinn af fullkomnu virðingarleysi fyrir því áfalli sem dundi á Sunnlendingum. Megi það verða honum til ævarandi minnkunar að hafa ætlað að nota þessar hamfarir sem enn eitt tilefnið til slíkrar áróðursstarfsemi fyrir öfgasinnaðri hugmyndafræði sinni. Fyrst honum þykir hugmyndir um lögregluríki svona heillandi ætti hann bara að flytja vestur um haf í það "sæluríki" öfgasinnanna og láta okkur friðelskandi Íslendinga í friði, um aldur og ævi!!! A.m.k. ráðlegg ég honum að vera ekkert að heimsækja Selfyssinga á næstunni... ég held þeir vilji miklu frekar fá aðstoð við að laga húsin sín en fá yfir sig meiri löggufasisma en nú þegar viðgengst hér á landi. 

Guðmundur Ásgeirsson, 2.6.2008 kl. 12:31

3 Smámynd: Alfreð Símonarson

Takk fyrir áhugann Haraldur og Guðmundur!

Haraldur -> Nákvæmlega, hann BB er á hernaðarspenanum og notfærir sér greinilega misfarir fólks sínum málstað til hagsbóta og er greinilega tilbúinn að ríja rétt landsmanna sinna. Nota bene þá segi ég björgunarsveitirnar byggða á hjartgóðu fólki sem gefur vinnuna sína. Þið getið rétt ímyndað ykkur ef þetta væri vopnuð lögreggla í stað sjálfboðaliða sem kunna að beita fyrstu hjálp.

Guðmundur ->  Frábær athugasemd hjá þér og er ég 100% sammála því sem þú tekur á. Hann BB hélt að hann gæti grætt á þessum hamförum en við eru fleyrri sem tökum eftir þessum yfirgangi í dag en fyrir nokkrum árum. Stuðningsmenn hans BB eru á sömu línu og íhaldið í USA, kalla allar gagnrýnisraddir samsæriskenningaklikkhausa og skíta út sendiboðann í stað þess að svara gagnríninni með staföstum rökum. Stjórnarskráin okkar gefur samt oft loðnar klausur um að ógnun þjóðaröryggis er nóg til að virða að vettugi okkar stjórnarskráarréttindi, þjóðaröryggi er mjög loðin klausa.

Takk fyrir og kær kveðja Alli

Alfreð Símonarson, 2.6.2008 kl. 13:13

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Tek undir með þeim sem hér hafa á undan mér ritað

Harald, Guðmundi og Alfreð.

Burt með stríðsæsingarmennina og ófriðarseggina, burt með svartstakka Björns.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 2.6.2008 kl. 15:00

5 identicon

Það hefði líka verið hægt að kalla út lögreglumenn sem voru á bakvakt og væntanlega þá sem voru á frívakt ef brýn nauðsyn væri á því.

Væri miklu skynsamlegra að setja meiri peninga í lögregluembættið eða jafnvel lögregluskólann, þá væri kannsi hægt að kenna námskeið í anger management.

Karma (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 17:09

6 identicon

Bíddu.... heyrðir þú ekki rökræðurnar?

Var í heimspekiprófi.... langar að sýna þér spurningu og svar.. Fullt hús stiga audda;-) Sneddí kennari.

  1. Landsdómur hefur aldrei komið saman á Íslandi. Nefndu hugsanlegar ástæður þess og gerðu einnig grein fyrir öðrum leiðum til að láta ráðherra sæta ábyrgð á embættisfærslum sínum. (10%)
Landsdómur eða ráðherradómur. Nú það hlýtur að vera vegna þess að okkar ráðherrar bara haga sér svona hræðilega vel alltaf!
Hér þarf fólk ekki að segja af sér né standa í reikningsskilum fyrir það sem það gerir. En það er vegna þess að þegar þau fyrst eru kosin geta þau gert allt..hehe sorry verð nú bara soldið súr við að pæla í þessu. Ætli nokkur hafi framið svo alvarlegt brot eins og fjársvik úr ríkissjóði á meðan hann/hún situr í ráðherrastól að það hafi verið talið nauðsyn að flytja málið fyrir Landsdómi.

Mér finndist annars eðlilegt að þeir sem eru ráðherrar væru kannski örlítið meira með puttann á púlsinum á þjóðinni. Eða átta sig á því að það má ekki taka púlsinn með þumalputta!!

Ráðherrastarfinu fylgir mikil ábyrgð og óhæfu fólki ber að víkja úr starfi finnst mér. Erlendis er þetta fólk sett af, segir af sér en virðist samt geta potað sér ábyggilega aftur í embætti einseti þau sér það. Mér finnst það persónulega ekki skárra. Þó fólk fái „syndaraflausn“ þýðir ekki að það sé sjálfsagður hlutur að bruðla með almannatraust. Ekki myndir þú setja áfengisflösku á borðið hjá makanum þínum, kaupa þér bar og drekka á hverjum degi ef hann/hún væri óvirkur alki?

Kíp opp ðe gúdd vörk elskan, verðum að fara að hittast!

Þóranna (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 01:43

7 Smámynd: Alfreð Símonarson

Takk fyrir þetta Þóranna, nokkuð ljóst að ábyrgð ráðherra og valdhafa hefur aldrei verið meiri en nánast engin.

Endilega vertu í bandi þegar þú kemur í bæin :)

Kær kveðja Alli

Alfreð Símonarson, 6.6.2008 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband