12.5.2008 | 12:03
Lukkulöggi eltir skottið sitt í því sem honum finnst gaman að vinna við
Já, fréttir fregna að mikið af fíkniefnum hafa verið böstuð á síðustu misserum, bara ef hann vissi að sá sami og borgar honum launin sín er sá sem leyfir svarta markaðinum að blómstra, alveg síðan 1940. Fyrir 1940 var engin fíkniefnalöggjöf en þá gastu keypt kókaín, amfetamín, ópíum og margt margt meira án lyfseðils. Þá var enginn svartur dópmarkaður bara eðlileg viðskipti og fólk látið í friði með sín persónuleg mál eins og fíkniefnaneyslu, alkahólisma og svona má lengi telja. Í dag aftur á móti hefur bannið á sölu fíkniefna gert það auðveldara fyrir börnin þín sem eru yngri en 18 ára að ná sér í sterkt dóp, það er auðveldara fyrir þau en að ná sér í sígarettur eða áfengi. Þú eins og ég ert letidýr og gerir yfirleitt auðveldari hlutina en þá erfiðari, tökum núna ábyrgðina í okkar eigin hendur og breytum lögunum. Löggan má svo sannarlega eyða tímanum sínum í að rannsaka ofbeldisverk og aðra glæpi, við höfum greitt milljarða á milljarða ofan fyrir það eitt að halda fíknó uppi með brauði og hunangi. Mér til málsbótar:
Peter Christ at South Portland Rotary
Mikið magn fíkniefna fannst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:11 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Alfreð
Það er því miður ekki rétt hjá þér að það sé auðveldara fyrir unglinga að ná sér í eiturlyf en sígarettur í dag, það yrði auðveldara ef þetta væri löglegt. Samkvæmt könnun frá Evrópusambandinu sem gerð var í Hollandi, sýndi hún að unglingar í Hollandi gátu frekar keypt sér hass og reykt í stað þess að kaupa sígarettur.
Það er ekkert persónulegt við Alkahólisma né fíkiniefnaneyslu, einstaklingar sem fara þessa leið kostar samfélagið hundruðu milljóna króna. Einnig eru alvarlegustu glæpinir sem framdir eru í dag undir áhrifum eiturlyfja og/eða áfengis.
Hvernig á lögreglan að vernda okkur ef þetta verður allt saman löglegt? Það er bara í fínu lagi ef einhver tekur sýru á stjörnutoginu í kringlunni og byrjar að klæða sig úr fötunum?
Bjartmar Oddur Þ Alexandersson, 12.5.2008 kl. 16:33
Bjartmar, núverandi stefna heldur ekki fíkniefnum úr höndum barna eða fíkla.
Því ekki að reina aðra stefnu gagnvart fíkniefnum?
Með lögleiðingu verða fíkniefnasalarnir atvinnulausir, ef ríkið selur dópið þá veit maður alltaf hvað er verið að kaupa og því minni hætta á of stórum skammti eða dópi sem inniheldur eitur.
Það má segja að þú sért í liði með dópsölunum því þú vilt halda verðinu svona háu.
Þó fíkniefni séu bönnuð með lögum þá stoppar það engan að fá sér og mun aldrei gera.
Sviss hefur gefið sprautufíklum frían skammt í 13 ár, það hefur orsakað að engin sprautufíkill hefur dáið í 13 ár úr of stórum skammti og glæpum til að fjármagna neyslu hefur fækkað um um 60%.
Nú spyr ég viltu virkilega halda í stefnu sem drepur fólk?
Engin er að tala um að afnema umferðarlög hérna.
Andri (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 16:54
Takk fyrir innlitið Andri og Bjartmar, frábært að fá smá umræðu í gang. Þetta er nauðsynleg umræða að mínu mati.
Bjartmar -> Sæll og blessaður, ég vona að þú hafir horft á fyrirlesturinn sem er í færslunni. Þar er meðlimur LEAP samtakanna að svara flestu því sem þú fullyrðir. Ég veit að fíkniefni eru hættuleg og hefur fólk dáið eftir ofneyslu eða vegna þess að þau hafi verið drýgð með eitri. Þetta vita flestir fíklar en eru samt ennþá að neyta þeirra í þessari óvissu. Af hverju heldur þú að fíkniefnin breyti fólki í ofbeldisfulla innbrotsþjófa ef að í 99% tilfella eru þeir að reyna að fjármagna uppsprengt verð hjá svarta markaðinum? Svo er það spurning, hver er það sem að rukkar okkur hundruð milljóna á ári fyrir meðferðaúrræði sem kannski nær að fá 10% til að hætta neyslu fyrir fullt og allt? Endilega horfðu á fyrirlesturinn sem er í færslunni og skoðaðu líka www.leap.cc
Andri -> Takk fyrir þetta, það er á hreinu að þú skilur hvað ég er að reyna að segja með þessari færslu. Við þurfum breytingar á þessum lögum og er kominn tími á heimsstefnuplebbanna að hkusta á fólkið sitt.
Kær kveðja Alli
Alfreð Símonarson, 12.5.2008 kl. 18:53
Það er erfitt að mótmæla þér. En ég verð samt að setja spurningarmerki við óheftan aðgan að fíkniefnum. Það er ekkert sem segir að núverandi ástand sé gott en ég held að svörin sem þú leitar að séu ekki falin þarna. Það er auðvitað absalút rugl að menn megi ekki eiga og nota blóm inn á heimili sínu. En hefur þér sýnst að þessi þjóð sé að höndla eitt löglegt fíkniefni?? Við búum í samfélagi sem er ekki í stakk búið fyrir svona breytingar. Hvar er barna og unglingadómstóll? Meðferðarúrræði sem hægt er að dæma fólk í? Réttargeðdeild? Hvernig bregðast t.d.tryggingafélög við? Of mörgum spurningum er ósvarað. Og að vilja fá svörin með tilraunum er ekki rétta leiðin þarna. Hún kostar of mikið, hún kostar kynslóð. Ég þekki, og hef notað, öll rökin með lögleiðingu, en fólk er hin endalaust breytilega tala í jöfnunni. Það er ekki hægt að reikna með neinu nema óútreiknanleikanum þegar kemur að fólki. Frír heróínskammtar í 2-3 borgum í Evrópu eru einfaldlega ekki nóg reynsla. Hún snýr fyrst og fremst að verst settu fíklunum en ekki að þeim sem máli skipta. Það eru þau sem ekki eru orðnir fíklar. Eina rökrétta leiðin er sú að koma upp kynslóð sem þekkir vandann nógu vel til að ræða hann opinskátt og af skynsemi, svo næstu kynslóð þar á eftir geti hugsanlega borið gæfu til að segja nei takk. Eftirspurnin skapar framboðið. Mér og þér ætti ekki að endast æfin í að sjá einhverja "endanlega niðurstöðu" í þessu máli; hún væri röng. FRIÐUR.
Haraldur Davíðsson, 12.5.2008 kl. 19:13
Sælir Haraldur og Erlingur og takk fyrir áhugann.
Haraldur -> Það má þræta fyrir hvort börn og unglingar eigi auðveldara með að ná sér í sígarettur frekar en annað ólöglegt fíkniefn en ég veit það fyrir víst að svarti markaðurinn er sama um aldur og eru einstaklingar undir 18 markhópur þeirra. Ef fíkniefni sem eru ólögleg í dag værir þú með þau seld á sölustöðum eins og ríkið er í dag, það myndi koma börnum og unglingum út úr þeim markhóp. Ég er sannfærður að fjöldi fíkla í dag verður sá sami þó að þetta verði gert löglegt, alveg eins og fjöldi alkohólista var sá sami eftir vínbannið fyrri part 20. aldarinnar. Þetta er líka spurning um að koma fíkniefnum úr umferð úr svarta dóphagkerfinu sem er stærri iðnaður en td. heilbrigðisgeirinn.Síðan er það staðreynd að svarti markaðurinn fjármagnar stríð og gerir í því að hasla völdum af þeggnum þjóðfélagsins. Þetta er bara hægt út af því að það er markaður til fyrir ólöglega vöru skv. lagabókum sem voru skrifaðar af lögfræðingum fyrir lyfjaiðnaðinn (í þessu dæmi). Við þurfum að sjá að stríð gegn fíkniefnum hefur einungis fengið fleyrri til að neyta ólöglegra fíkniefna. Einnig tel ég lögregluyfirvaldið geta varið tímanum sínum betur en að elta fíkla og dreyfingaraðila, sem "nota bene" eru ótengdir innflutningi, þ.s. nú er alltaf verið að tala um það í fjölmiðlum að lögreglan sé undirmönnuð. Það væri gaman að fá að rökræða um þessi mál opinberlega í fjölmiðlum.
Erlingur ->
Alfreð Símonarson, 12.5.2008 kl. 22:53
Ég veit að börn komast auðveldlega í þetta alltsaman, en eins og þú sagðir,við breytum því tæplega. Nema með kynslóð sem kærir sig ekki um þetta. Börn verða alltaf markhópur, ætlar þú að neita að kannast við að áfengi er markvisst markaðssett í yngstu neytendurna? Þar er bissnessinn, þau kaupa fyrir hin sem ekki mega. Dæmi um slíkt er t.d. Gajol, Ópal og þessháttar.Það er bein markaðssetning. Dæmi um óbeina væri t.d. Tuborg auglýsing þar sem "barely legal" fólk er að vera "dásamlegt" í auglýsingu. Að fjöldinn verði sá sami? Mér sýnist að þú þekkir þetta allt, manstu ´95 þegar ellan kom? Fór hún í "gömlu" neytendurna? Nei, hún bjó til nýjan hóp. Markaðssetning. Ef þetta verður löglegt verður þetta líka efni í auglýsingar, söluherferðir, söluhvati fyrir aðrar vörur, osvfr. Atórfyrirtæki með markaðshyggjuna að vopni fá leyfi til að pússa heróíni í börnin þín. Svona með bjórnum. Fólk er fífl, þetta þýðir ekki.
Haraldur Davíðsson, 12.5.2008 kl. 23:48
Haraldur -> Ég vitna í athugasemd þína "Ég veit að börn komast auðveldlega í þetta alltsaman, en eins og þú sagðir,við breytum því tæplega".
Ég sagði þetta ekki og eru þetta þín orð og endilega lestu skrif mín um svarta markaðinn. Ég skil hvað þú átt við en á Íslandi er auglýsingabann á tóbak og áfengi, það verður væntanlega eins fyrir nýu vörurnar. Forvarnarstarf skólanna mun vonandi vera haldið áfram og ef þú tekur þá ákvörðun sem gæti verið banvæn þinni heilsu þá þarftu að lesa aðvörunarmiða fyrir neysluna. Aðvörunarmiðinn ætti að vera fræðandi um mögulegar aukaverkanir, ekki hræðsluáróður (hrat) eins og er settur á sígarettupakkanna í dag. Ég er ekki eins svartsýnn og þú Haraldur á að framboð eiturlyfja (þ.m.t. áfengi og sígarettur) eigi ekki eftir að minnka í framboði til barna ef þetta verður gert löglegt. Þvert á móti þá munu börn sem markhópur þeirra sem selja á Íslandi (sem er svartur markaður í dag) eyðast út, alveg eins og með áfengi og tóbak.
Alfreð Símonarson, 13.5.2008 kl. 00:37
Við erum bara ekki tilbúin.Það er jafnvel enn erfiðara nú eftir Schengen að stýra þessu. Hætti fólk að smygla brennivíni eftir að brennivínsbanninu lauk? Hætti fólk að brugga þegar Áfengis og tóbaksverslunin tók yfir söluna? Minnkaði ásóknin í önnur efni? Sjálfur yrði ég ósköp sár ef ég sæi ekki Mariu Jónu aftur. En ég vil ekki óheftan aðgang að fíkniefnum, þeas fleiri en áfengi og tóbaki. Það má vera að einn daginn verðum við tilbúin í það. En ekki í okkar lífstíð. Er núverandi ástand slæmt? Ójá, við sjáum það daglega í fjölmiðlum. Er að nást einhver raunverulegur árangur, svona heilt yfir, í "stríðinu gegn fíkniefnum"? Ónei, heimurinn harðnar. Er það "stríðinu" að kenna? Ójá, að mörgu leyti. Vissulega er það rétt hjá þér. En það liggur ekkert á. Röng ákvörðun í þessu máli gæti orðið óafturkræf. Annars er það rétt, að þú sagðir ekki að við "breyttum því tæpast". En er það rangt hjá mér? Breytum við því að börn komist í vímuefni? Freud sagði eitt sinn að leitin að vímu væri okkur eðlislæg. Við byrjum sem krakkaormar að snúa okkur í hringi til að fá svima. Svo kemur fullorðna fólkið og segir okkur að hætta. Þetta sé hættulegt; maður geti fengið garnaflækju og dáið. En hættum við? Neibb, við förum eitthvað þangað sem enginn sér og höldum áfram. Ekki satt? Svo ég er hræddur um að forvarnir í skólum og aðvörunarmiðar, dugi ekki til. Hvað með lím og gas, hættir fólk að sniffa þótt að allir viti að það er með því hættulegra og heimskulegra sem hægt er að gera? Málið er að okkur er slétt sama hvort þetta er hættulegt eða ekki. Þetta er gaman. Þessvegna er okkur ekki treystandi. Og ekki segja núna "hverjum kemur það við þetta er mitt líf" Þetta er því aðeins satt að engum þyki vænt um þig og þú sért ekki þátttakandi í samfélaginu. Hverjir borga heilbrigðisþjónustuna t.d.? Löggæsluna? Forvarnirnar í skólunum? Samfélagið. Og við getum ekki ætlast til þess að samfélagið taki á sig þær skuldbindingar sem lögleyðing fíkniefna kallar á. Ekki eins og ástandið er. FRIÐUR.
Haraldur Davíðsson, 13.5.2008 kl. 02:55
Takk fyrir áhugann Haraldur.
Þér segið : "Er að nást einhver raunverulegur árangur, svona heilt yfir, í "stríðinu gegn fíkniefnum"? Ónei, heimurinn harðnar. Er það "stríðinu" að kenna? Ójá, að mörgu leyti. Vissulega er það rétt hjá þér. En það liggur ekkert á. Röng ákvörðun í þessu máli gæti orðið óafturkræf. Annars er það rétt, að þú sagðir ekki að við "breyttum því tæpast". En er það rangt hjá mér? Breytum við því að börn komist í vímuefni?"
Af hverju liggur ekki á?????!!??!?!?!??
Áttu við að koma dóphagkerfinu úr höndum svarta markaðarins yfir til ríkissjóðs??
Ég tel það ekki ranga ákvörðun að losa okkur við svarta markaðinn sem hefur rupplað og nauðgað þeggnum þessa lands alveg frá 1940! Svarta markaðinum er sama um börn okkar, þeir selja 10 ára börnum, ef þeir fá tækifæri til þess. Ég þekki persónulega fólk sem byrjaði að reykja hass 12 - 13 ára, sem er allt of ungt. Einnig þekki eg einn sem sprautaði sig fyrst með amfetamíni 14 ára. Þetta væri ekki ef við seldum þetta eins og áfengi og tóbak en er svona þ.s. dóp er selt á svörtum markaði í dag. Ég vona að þú látir þessa svartsýni ekki eyðileggja fyrir þér Haraldur minn en þetta eru mín rök á þessu máli.
Friður!
Alfreð Símonarson, 13.5.2008 kl. 09:39
Bíddu... lítill aðgangur þeirra sem eru undir 18 að áfengi og tóbaki?? Hvað með þá sem selja bjór og tóbak ólöglega úr skottinu á bílum sínum... Hver er markhópurinn þeirra?? Heldurðu virkilega að því yrði eitthvað öðruvísi farið með eiturlyf??
Baldur Freyr Óskarsson (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 10:37
Baldur -> Eftirspurn fyrir sprútti mun dvína ef verðlagning á áfengi væri ekki skattlögð af eins mikill hörku og í dag. Forsjáarhyggjan færir svarta markaðinum meiri viðskipti.
Alfreð Símonarson, 13.5.2008 kl. 10:46
Auðvitað yrði eftirlit eftir magni af fíkniefnum sem fólk kaupir ef þetta væri löglegt. Það á að byrja á því í hollandi núna, og er gert í Bandaríkjunum í þeim fylkjum sem kannabis er löglegt til lækninga.
Ég þekki einn sem bjó í Bandaríkjunum fyrir mörgum árum. Það gat tekið þá félaga mjöög langan tíma og mikið erfiði að redda sér sígarettum á meðan eftir 1símtal gátu þau verið komin með þau ólöglegu efni sem þeir vildu. Þetta breyttist síðan við 18ára aldurinn.
Stebbi (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 12:03
Ég er algjörlega á móti forsjárhyggju, en ef við ætlum að leyfa óheftan aðgang að fíkniefnum,þá verðum við að taka okkur tíma. Erum við seint á ferðinni? já en flas er ei til fagnaðar. Það sem ég meina með því er að við getum ekki séð fyrirfram hvað mun gerast, því vil ég að við gerum þetta rétt. Hvað ef full ástæða reynist fyrir efasemdum mínum, hvernig drögum við þá í land? Hver verður kostnaðurinn. En eins og ég segi það er hvergi í heiminum komin marktæk reynsla á lögleyðingu. Það má benda á það að yfirvöld í Hollandi eru að draga saman seglin í því að "leyfa" (EKKI LÖGLEYÐA, það hefur aldrei verið löglegt, aðeins leyft) kannabis. Ástandið breyttist mjög með tilkomu fleiri dópsala með kók og ellur og heróín, og nú er fólk farið að þreytast á þessu. Ég endurtek að ég er fullkomnlega sammála þér um svarta markaðinn, og um frelsi einstaklingsins en kannski efast ég meira um Manninn en þú. Svo ég vitni í skáld "HOMO SAPIENS HAS OUTGROWN ITS USE...WE GOT TO MAKE WAY FOR HOMO SUPERIOR." FRIÐUR.
Haraldur Davíðsson, 13.5.2008 kl. 14:05
Þá er góð spurning, af hverju eru ólöglegu efnin "Ólögleg"? Ég veit að það er munur á lögleiðingu og að leyfa en ekki lögleiða, er ekki svolítið verið að reyna að spinna með þessu hugarfari (spinna eins og að elta skottið sitt)?. Í staðin fyrir að kalla þetta ólögleg efni þá vill ég kalla þetta efni sem geta hugsanlega valdið þér skaða og er það þín eigin ábyrgð að neyta þeirra, ekki þjóðfélagsins. Veistu hvað stríðið gegn fíkniefnum er búið að eyðileggja mörg líf? Líf fólks sem gerði engum mein en neyttu efna sem þau vildu sjálf sannreyna hvort séu réttilega dæmdi í þjóðarvitund og skaði í mestalagi þau sjálf. Ég veit að foreldrar barna eigi ekki að neyta fíkniefna á meðan þau eru ekki í pössun (hjá einhverjum edrú) og er það vandamál mjög víðtækt og margir búnir að lenda fyrir barðinu á drukknum foreldrum (áfengi er í 1. sæti fyrir vímugjafa foreldra). Vímuefnavandinn á ekki eftir að hverfa með valdi og það hefur verið reynt í yfir 60 ár og einungis neytandanum refsað en ekki þeir sem eru í stórinnflutningi. Milljónir manna sitja inni fyrir glæp sem skaðaði engan annan nema mestalagi þau sjálf. Friður!
Alfreð Símonarson, 13.5.2008 kl. 15:07
Ætla að benda þér á Haraldur að "Christian Right" flokkurinn er eini flokkurinn í Hollandi sem er á móti löglegu kannabis. Hann er lítill flokkur en hávær.
Ég á marga ættingja frá Hollandi og aðeins lítill hópur af þeim sem ég þekki þaðan neytir kannabis, en þeir sem gera það nota það í hófi. Allir sem ég hef talað við þaðan, mest fólk sem notar efnið ekki er mjög sátt við núverandi löggjöf, og vill ekki færa þetta í undirheimana.
Stebbi (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 15:11
Haraldur varstu búinn að horfa á fyrirlesturinn hjá honum Peter Christ at South Portland Rotary. Það er mikilvægt að heyra þetta frá fyrverandi yfirlögreggluþjón sem hefur horft upp á nauðgun yfirvaldsins á fólki sínu og honum er ekki sama, eins og flestar löggur í dag.
Alfreð Símonarson, 13.5.2008 kl. 15:13
Takk fyrir upplýsingarnar Stebbi og takk fyrir stuðninginn.
Alfreð Símonarson, 13.5.2008 kl. 15:16
Haraldur.
Aðgangur að fíkniefnum á Íslandi er sama og óheftur af minni reynslu og allra sem ég þekki. það þarf ekki nema nokkur símtöl og dópinu er reddað, allan sólahringinn, Svarti markaðurinn er búinn að koma sér upp góðu dreifikerfi. Ef dópsalinn ákveður að selja 12 ára krökkum þá gerir hann það.
Það sem er verið að tala um er að taka fíkniefnin úr höndum fíkniefnasalana, og í hendur ábyrgra aðila sem passa upp á styrkleika og gæði svo fólk drepi sig ekki eða skaði af of stórum skammti eða eitruðum skammti.
Og svona í alvöru talað viltu virkilega halda í stefnu sem bókstaflega DREPUR sprautufíkla, Svona ef við berum okkur saman við Sviss.
Svo má benda á að kannanir gefa til kynna að þeir sem neita cannabis í staðin fyrir sígarettur og áfengi lifa 25 árum lengur að meðaltali.
Andri (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 17:22
Sælir
Gaman að sjá að þetta hefur skapað umræðu.
Það er alltaf hægt að koma með rök fyrir öllum málstöðum, og einn þeirra er til dæmis lögleiðing eiturlyfja. Við verðum að átta okkur á því að þetta er kenning sem er verið að ræða um, það er að segja að allt verði frábært ef við lögleiðum eiturlyf. Hagfræðingar koma með nýjar kenningar hvernig eigi að stöðva verðbólgu, en virkar hún alltaf? Svarið er því miður að ekki er alltaf svo.
Við eigum frekar að læra af fortíðinni. Og við höfum sem betur fer eitt gott dæmi.
Breskt fyrirtæki sem bar nafnið Austur-Indíana félagið var stærsta fyrirtæki í heiminum á sínum tíma. Þetta fyrirtæki tók þátt í markskonar iðnaði og má þar nefna ópíumrækt, sölu og dreifingu. Stærsti markaðurinn þeirra var Kína og græddu þeir miljónir punda á sínum tíma sem jafngildir milljörðum í dag. Allt var þetta löglegt og salan jókst með hverju árinu. En hvernig áhrif var þetta að hafa á grunnkerfi Kína? Þjóðin var heltekin af ópíumfíkn og voru morð daglegt brauð á götum í Shanghai. Loksins þegar Kína ákvað að segja nei, hingað og ekki lengra við Austur-Índíana félagið, hvað gerðist þá? Bretar sendu herlið inn í Kína og barði niður öll mótmæli við því að banna ópíum. Það eina sem stjórnar eiturlyfjum er og mun ávallt vera peningar, engin góðmennska þar á bæ.
Segjum sem svo að við lögleiðum eiturlyf, þá segir þú Alfreð að ríkið ætti að sjá um sölu og dreifingu. Þessi sömu skilyrði voru sett þegar áfengi var löglegt hér á Íslandi. Hvernig er umræðan í dag varðandi sölu á áfengi, jú fólk vill að sala áfengis verði færð í einkageirann. Hvað á eftir að stoppa það að sala eiturlyfja verði á endanum rekið af einkageiranum? Ekkert, því peningar munu rúlla siðferði burt. Erum við tilbúinn að taka þessa áhættu? Nei, þess vegna höldum við okkur við þá trú að fólk eigi ekki að neyta eiturlyfja, heldur eigi það að vera góður almeningsþegn og skila sínu til samfélagsins.
Ef eiturlyf yrðu lögleidd, myndir þú vilja að 20 ára gamla barnið þitt fari í ÁTVR, kaupi kippu af bjór og eina E-pillu? Þú verður að hugsa málið til enda, við erum ekki öll ábyrg, við kunnum ekki alltaf að nota allt í hófi. Líttu á sígarettur, áfengi og jafnvel mat, fólk er að deyja útaf því það borðar of mikið! Hvað helduru að það deyji margir ef við lögleiðum eiturlyf?
Ég heyi það að þú ert ekki vitlaus og þú myndir örugglega hafa stjórn á þinni neyslu, en þú ert ekki allir. Það er svo allt of mikið af fólki sem ræður ekki við hluti sem þú telur vera einfalda.
Mér fannst spauglegt að lesa comentið með dópgjafir Svisslendinga, höfundur þess coments segir að enginn hafi látist af ofneyslu í Sviss síðan þetta byrjaði. Ég þurfti ekki nema fara 1 viku aftur í tíman á svissneskri heimasíðu til að finna grein þar sem var talað um aukningu á dauða hjá eiturlyfjaneitendum.
Bjartmar Oddur Þ Alexandersson, 14.5.2008 kl. 00:09
Bjartmar: Ef þú ert 20 ára eru mjög miklar líkur að þú hafir einhverntímann kastað teningunum og étið e pillur áður, það er staðreynd í dag. Ég veit að fíkniefni eru hættuleg og vona ég að fólk festist ekki í vítahring fíkninnar og nái að koma sér á rétta braut í lífinu. Persónulega vill ég ekki að svarti markaðurinn sé með opið skolfeyfi á þessa fíkla heldur að þeir geti fengið sín vímuefni löglega og að það verði borgaðir skattar af þeirri vöru, svona eins og við borgum skatta af öllu öðru. Pældu hve mikill peningur gæti safnast í forvarnarstarf og betri úrræði fyrir þau sem vilja komast út úr þessum vítahring. Okkur er sagt að skatturinn af olíu fari í vegagerð og aðrar áætlanir samgönguráðuneytisins, ætti þá ekki skatturinn af fíkniefnum vera settur í forvarnir og betri meðferðarúrræði? Í dag er dópiðnaðurinn mun stærri iðnaður en heilbrigðiskerfið okkar og það eru mun meiri peningar sem flæða á þessum svarta markaði heldur en við látum út í heylsugeira landsmanna, sem er í auknum mæli einnkarekinn iðnaður í dag. Ég treysti fólkinu til að bera ábyrgð á sínum aðgerðum svo lengi sem Það skaðar engann annann út frá sér, þeim er frjást að skaða sig sjálft af sínum fúsa og frjálsa vilja en ættu að hafa kynnt sér hætturnar áður en hlaupið er til verks. Ég vill benda á að maður lést einhverstaðar út í heimi um daginn út að því að hann var að láta hest ríða sér í rassgatið af sínum fúsa og frjálsa vilja, vonandi vissi hann af áhættunni fyrir. Hann dó við það sem honum þótti gaman og var það hanns réttur þó að okkur þykir þetta mjög ósmekklegt, ég held að hestinum hafi ekki verið meinnt af þó ég hef ekki rannsakað það til ítar. Þetta er mjög siðlaust atvik en verður vonandi víti til varnaðar ef einhverjir aðrir eru að hugsa um að gera hið sama. Ég vona að þetta dæmi hafi verið nógu lýsandi fyrir þeirri ábyrgð sem t.d. fíklar þurfa að fara eftir en eins og ég sagði þá er svarti markaðurinn með opið skoleyfi á blessuðu meðborgara okkar einungis vegna þess að sum fíkniefni eru ólögleg. Takk fyrir áhugann og kær kveðja Alli.
Alfreð Símonarson, 14.5.2008 kl. 01:15
Bjartmar það hefur ekki verið staðfest "overdoze" af heroini í Sviss í 13ár. Ekki veit ég hvernig dauða þú ert að tala um eða hvernig efni.
Þú talar um að læra af reynslunni, ég segi það sama. Hættum að búa til saklausa glæpamenn ;)
Stebbi (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.