9.4.2008 | 00:06
Viðtal við Charlton Heston frá 18. jan 2001 og stjórnarskrá Íslands
Alex Jones 590 KLBJ _ 1/18/2001: "Charlton Heston" Interview
Hann var mikill stuðningsmaður 2. greinar stjórnaskráar USA þ.s. rétturinn til að eiga byssur kemur fyrir. Núna í dag er verið að afvopna Bandaríkjamenn með valdi og valdníðsla yfirvalda hefur aldrei verið eins slæm borgurum sínum. Stjórnarskráin þíðir við fólkið en ekki ríkisstjórnin þín og er mikilvægt að hún sé auðlesin. Ég hef aðeins gluggað í okkar og tel ég hana ekki auðlesna, þá á ég við að margt í henni þarf að lesa aftur og aftur og.. :
-------------------------------------------------------
2. grein
Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.
-------------------------------------------------------
Hver dæmir fyrir sig en ég er farinn að hallast að því að stjórnarskrá okkar var samin fyrir ríkisstjórnina en ekki fyrir almenning. 2. kafli talar um forseta og hans kvaðir og fríðindi, 3. kafli kjördæmin, 4. kafli Alþingi og frumvörp og 5. kafli Dæmendur (er það ekki réttara en Dómendur?):
-------------------------------------------------------
61. grein úr 5. kafla:
Dómendur skulu í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Þeim dómendum, sem ekki hafa að auk umboðsstörf á hendi, verður ekki vikið úr embætti nema með dómi, og ekki verða þeir heldur fluttir í annað embætti á móti vilja þeirra nema þegar svo stendur á, að verið er að koma nýrri skipun á dómstólana. Þó má veita þeim dómara, sem orðinn er fullra 65 ára gamall, lausn frá embætti, en hæstaréttardómarar skulu eigi missa neins í af launum sínum.
-------------------------------------------------------
Endilega látið skoðun ykkar í ljós
Charlton Heston látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.