Mótmælendur stoppa af lögreglumenn sem þykjast vera mótmælendur. Fólkið er að mótmæla fundi sem var haldinn í Kanada í sumar 2007

Þetta er mjög skrítin atburðarrás sem átti sér stað við lögreglulínuna í mótmælum við sameinuðu norður Ameríku, þ.e. Kanada, Bandaríkin og Mexíkó.  Þessi fundur var haldinn í  20. og 21. ágúst 2007 í Montebello, Quebec, at the Fairmont Le Chateau Montebello resort. Það virðist sem lögreglumenn dulbúnir sem mótmælendur hafi reynt að koma til áfloga milli víglínu óeiðralögreglu og friðsamra mótmælenda. Þetta virðist mjög ótrúlegt og ég var ekki að trúa þessu fyrr en ég sá ljósmyndina af skósólum óeiðralöggurnar og þessara (dulbúnu ?)  mótmælenda.  Þeir eru í nákvæmlega eins skóm, sömu ríkisstöðluðu hermannaklossunum, en það sést í seinna vídeóinu.:

http://www.youtube.com/watch?v=ihPd6lMKxPs

 

Myndin af skósólunum:

http://www.youtube.com/watch?v=8FTZUOq3z8I 

 

Meira um þetta á 911truth.org:

http://www.911truth.org/article.php?story=2007082600224417 

 

Löggan hefur gefið út skýrslu þ.s. þeir viðurkenna verknaðinn og að þetta voru löggur í dulbúningum. Hérna er fréttafluttningurinn:

http://lonewacko.com/blog/archives/006973.html 

 

Rúsínan á pylsuendanum:

Endilega segið ykkar skoðun! Ég tel að löggurnar okkar fara eftir sömu kokkabókum og þessir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Velkominn á moggabloggkommúnuna Alfreð. Og takk fyrir þessa afar áhugaverðu tengla. Þetta er skuggalegt. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 31.10.2007 kl. 23:27

2 Smámynd: Alfreð Símonarson

Frábært að fá "feedback" við þurfum að opna umræðu og kynna okkur þessi mál. Þetta dæmi er mjög gott fyrir fólk sem trúir ekki að yfirvaldið gæti gert svona lagað.  Engilega farið á <a href=http://www.youtube.com>www.youtube.com</a> og leitið að "police brutality" | "copwatch" | "may day police brutality" og fl..

Ég pósta svo seinna öðrum málefnum.

Baráttukveðjur Alli. 

Alfreð Símonarson, 31.10.2007 kl. 23:45

3 Smámynd: halkatla

þetta er greinilega mjög kúl blogg, takk fyrir að gerast bloggvinur

halkatla, 1.11.2007 kl. 00:22

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

mjög áhugavert, en ég er bara ekkert hissa. ég hef fylgst svolítið með þeim átökum sem hafa verið kaupmannahöfn, þekki nokkra af þeim sem hafa tekið þátt í þessum mótmælum. ætla samt ekki að taka upp hanskann fyrir þau. en þar hafa SUMIR af þessum lögreglumönnum fengið  útrás fyrir heift sem ekki á heima í professional starfi., eða hvergi

takk fyrir þessar uppl

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.11.2007 kl. 06:27

5 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Í hernaði er til nafn yfir svona aðgerðir: False Flag Operation, þ.e. að framkvæma einhvern skandal í nafni andstæðingsins til að koma á hann óorði og jafnvel réttlæta refsi aðgerðir gegn honum. Eitt þekktasta dæmið er þegar Nasistar brendu þinghúsið í Þýskalandi og kenndu kommúnistum og gyðingum um það. Hérna er hvað Wikipedia segir um False Flag Operations:

"False flag operations are covert operations conducted by governments, corporations, or other organizations, which are designed to appear as if they are being carried out by other entities. The name is derived from the military concept of flying false colors; that is, flying the flag of a country other than one&#39;s own. False flag operations are not limited to war and counter-insurgency operations, and have been used in peace-time; for example, during Italy&#39;s strategy of tension. "

Jón Þór Ólafsson, 1.11.2007 kl. 08:31

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Maður á bara ekki til orð....djö... eru þetta níðingslegar aðferðir ef rétt reynist.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.11.2007 kl. 18:59

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er svona að renna upp fyrir manni að þessi svokölluðu frjálsu ríki, eða lýðveldi hafi verið hertekinn af þeim sem ráða.  Og að þeir ætli sér að halda völdum hvað sem lýðurinn segir.  Hrollvekjandi ekki satt.  Ég veit satt að segja ekki hvort okkar fólk gengur svona langt.  En það eru tendensar til að ganga lengra en almennar reglur segja til um, eins og til dæmis sýslumaðurinn á Selfossi, að þvinga þvaglegg upp í kynfæri fólks.  Og furðulegt að sá maður skuli ennþá sitja í embætti eftir öll sín glöp.  Og hver man ekki eftir Skaftamálinu, og fleiri uppákomum, þar sem lögreglann fór offari.  Sumir látnir fara, en er þá bara gerðir að lífvörðum í Afganistan.  Nei það er ekki allt í lagi hér heldur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2007 kl. 12:38

8 Smámynd: Alfreð Símonarson

Takk fyrir ykkar comment Ásthilædur, Hrafnhildurr,  Jón Þór,Steinunn og Anna!

Ég kannast aðeins við þessar vinnuaðferðir (þ.e. löggum er hampað af yfirmönnum ef þeir sýna meiri grimmd en ella) og bendi ég þar með á mótmæli Saving Iceland samtakana 14. jlúní 2007.  Ég var einmitt staddur þar og myndirnar sem eru hérna á síðunni eru einmitt frá þeim mótmælum. Þar munaði litlu að ég hefði verið dreginn á götuna en alliv við hlið mér lentu í því. Fokkínk sadistalöggurnar láta hnéin á búk fólksins og allann þúngann á. Einn rifbeinsbrottnaði að mig mynnir og einn var tekinn á fóta og handjárnunum og labbað með hann eins og hræ inn í bobby bílinn.  Já, þessvegna segi ég að þeir fara eftir sömu kokkabókum og sadistarnir úti.

Alfreð Símonarson, 2.11.2007 kl. 14:01

9 Smámynd: Halla Rut

Mjög gaman og ganglegt að lesa bloggið þitt.

Halla Rut , 2.11.2007 kl. 22:44

10 Smámynd: Ásta María H Jensen

Skemmtilegt blogg.  Gaman að fá þig sem bloggvin.  Þetta er rosalegt myndband, og ömurlegt þegar verið er að ljúga uppá fólk.

Ásta María H Jensen, 3.11.2007 kl. 04:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband